Verkefni
nr. 1: Upplısingamiğstöğ á heilbrigğissviği
Lýsing
Verkefnið snýst um að setja á stofn upplýsingamiðstöð
fyrir almenning sem tengingu á milli heimila og heilbrigðisstöðva.
Hugmyndin byggir t.a.m. á því að ef upp
koma veikindi á heimilinu þá sé hægt
að hringja í upplýsingamiðstöðina
og aðili sem svarar hefur þekkingu til að veita á
skjótan hátt verðmætar upplýsingar
út frá upplýsingum um einkenni og geti hann
þannig gefið góð ráð og leiðbeint
um úrlausnir. Þetta á í senn að spara
tíma og fyrirhöfn hjá einstaklingum, núverandi
vakthafandi læknum, fyrir utan kostnaðarlegan sparnað.
Þessi þjónusta er óháð tíma
og rúmi og dregur jafnframt úr álagi á
t.a.m. slysadeildum sjúkrahúsa. Hugmyndin kallar á
að til sé miðlægur gagnagrunnur heilbrigðisupplýsinga
og að sá sem svarar sé hæfur til þess
að greina sjúkdómsvandann.
Tæknilegir
örðugleikar og þekking
Samkvæmt mati úr tengslariti er hugmyndin talin vera
frekar vel tæknilega möguleg (4 stig) þannig að
litlar tæknilegar hindranir eru fyrir því að
hægt sé að framkvæma hugmyndina. Ljóst
er að hugmyndin krefst læknisfræðilegrar þekkingar,
sem og þekkingar í tölvu- og upplýsingatækni,
enda hefur hún frekar sterk tengsl við auðlinda-
og hæfnisþætti undir þessum flokkum í
tengslariti.
Metinn
kostnaður og arðsemi
Hugmyndin telst vera í miðlungi kostnaðarsöm,
þ.e. hvorki ódýr né dýr. Ljóst
er að töluverður kostnaður felst þó
í að koma hugmyndinni á legg ásamt eðlilegum
þróunartíma. Sá kostnaður er fljótur
að skila sér í hagræðingu fyrir rekstur
heilbrigðiskerfisins í heild, ásamt því
að bæta þjónustu fyrir almenning.
Möguleiki
á framkvæmd
Samkvæmt tengslariti er hugmyndin talin vera frekar vel framkvæmanleg.
Vissulega þarf að hafa í huga að önnur
landsvæði geti haft áhuga á því
sama en fátt hindrar að hægt sé að hefjast
strax handa um að koma hugmyndinni á legg.
Staða
auðlinda- og hæfnisþátta til að framkvæma
verkefnið
Samkvæmt SVÓT-greiningu þarf þó
að bæta þessa þætti á svæðinu
en styrkur svæðisins felst í þekkingu sem
er innan veggja Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar
(FSA). Þekking og tæknileg geta er talin vera almennt
veik á svæðinu en þarf samt ekki að vera
veikari en á öðrum svæðum. Hugmyndin byggir
á sérþekkingu innan heilbrigðisgeirans og
það styrkir stöðu svæðisins til muna.
Tillaga
um aðgerð
Hugmyndin er þegar til umræðu innan FSA. Lagt er
til að hagsmunaaðilar á svæðinu styrki
FSA til að vinna að framgangi hugmyndarinnar í formi
fjármagns og vinnuframlags. Ljóst er að hugmyndin
þarf að hljóta náð hjá heilbrigðisyfirvöldum
og því er hugsanlega lag að tengja hugmyndina við
önnur svæði þar sem hún kemur til með
að þjóna öllu landinu. Mikið átak
þarf til að sannfæra heilbrigðisyfirvöld
um að staðsetja upplýsingaþjónustu af
þessu tagi á landsbyggðinni en í krafti
byggðaumræðunnar er hægt að vinna að
málinu en til þess þarf sterkan bakhóp.

|