Verkefni
nr. 2: Miðlæg skráning á lyfjum fyrir fólk
í heilbrigðisgeiranum
Lýsing
Verkefnið byggir á stofnsetningu miðlægrar
skráningar á lyfjum, skrá sem væri aðgengileg
ýmsu starfsfólki í heilbrigðisgeiranum
um allt land. Hugmyndin snýst um að starfsfólkið
hafi aðgang að nýjum og réttum upplýsingum
hverju sinni, en um er að ræða svið sem sífellt
er breytingum háð. Með Internetlausn má tryggja
að starfsfólkið hafa ávallt nýjustu
upplýsingar öll lyf, jafnvel þau sem eru nýkomin
á markaðinn. Slíkt er að sjálfsögðu
mun erfiðara ef útgáfan er á prentuðu
formi.
Tæknilegir
örðugleikar og þekking
Samkvæmt mati úr tengslariti er hugmyndin talin mjög
vel tæknilega framkvæmanleg (5 stig), þannig að
litlar tæknilegar hindranir eru fyrir því að
hægt sé að framkvæma hugmyndina. Ekki þykir
lengur tiltökumál að gera heimasíður.
Metinn
kostnaður og arðsemi
Hugmyndin telst vera í miðlungi kostnaðarsöm,
þ.e. hvorki ódýr né dýr. Kostnaður
við að gera hugmyndina að veruleika þarf ekki
að vera svo mikill. Þessar upplýsingar eru gefnar
út reglulega nú þegar og ekki verður dýrara
að birta þær á Netinu en á pappír.
Mikið sparast við að þurfa ekki að gefa þessar
upplýsingar út á prentuðu formi, með
tilheyrandi pappírs- og prentkostnaði ásamt dreifingarkostnaði.
Kostnaður við heimasíðugerð fer lækkandi
frekar en hitt, en er auðvitað óumflýjanlegur.
Möguleiki
á framkvæmd
Samkvæmt tengslariti er hugmyndin talin vera þokkalega
framkvæmanleg (3). Ef samkomulag næst við viðkomandi
aðila innan hins opinbera er lítið því
til fyrirstöðu að hefjast handa.
Staða
auðlinda- og hæfnisþátta til að framkvæma
verkefnið
Ef verkefnið yrði þannig unnið að aðeins
væri hlutverk aðila á svæðinu að
sjá um vefinn, þyrfti að vera til staðar þekking
í gerð vefsíða og viðhaldi þeirra.
Þessi þekking er til staðar. Ef ætlunin er
að sú rekstrareining sem tæki að sér
verkefnið hefði yfir að ráða þekkingu
á þessu sviði lyfjafræði má segja
að svæðið njóti góðs af tilvist
sjúkrahússins (FSA), en þar starfa aðilar
sem búa yfir þeirri þekkingu sem krafist er.
Tillaga
um aðgerð
Lagt er til að viðeigandi aðilar taki málið
upp við fulltrúa heilbrigðisráðuneytis.
Að hugmyndin verði kynnt, fýsileiki hennar ásamt
kostunum sem fólgnir eru í að koma verkefninu
fyrir á Akureyri.

|