Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar lét kanna ýmsa þætti í rekstri og framboði ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafirði þann 27. febrúar til 3 mars 2000. Könnunin er hluti af upplýsingaöflun um ferðaþjónustu og framboð hennar í Eyjafirði.
Öll fyrirtæki sem starfa við ferðaþjónustu í Eyjafirði tóku þátt í könnuninni samtals 154 rekstraraðilar. Svarhlutfall var 86%. Niðurstöður könnunarinnar eru því marktækar sem því nemur. Hér birtum við helstu niðurstöður könnunarinnar.
Athygli vekur að 46% fyrirtækjanna er tóku þátt eru innan við tíu ára gömul. Það virðist því mikil gróska hafa verið undanfarin áratug á svæðinu og mikið af nýsköpunar-fyrirtækjum skotið upp kollinum og má þar nefna sem dæmi þotuskíðaleigu, jólagarð, skútusiglingar og nektardansstaði.
Opnunartími
Fyrirtækin sem tóku þátt voru í flestum tilvikum með opið allt árið eða alls 95 talsins. Allmargir aðilar höfðu opið frá maí til septemer eða frá júní til október eða frá vori til hausts. Tveir aðilar sögðust hafa frjálsan opnunartíma sem þýðir að hringt er í viðkomandi fyrirtæki og og viðskiptavinurinn afgreiddur, sé þess óskað.
Um 85% fyrirtækja eru með færri en 10 starfsmenn og kallast því örfyrirtæki á íslenskan mælikvarða. Það vekur upp spurningar um hagkvæmni í rekstri og hvaða rekstrareiningar fyrirtækin vinna með. Verði könnun á borð við þessa endurtekin er rétt að huga betur að þeim þætti.
Um sumarið gildir það sama og var yfir vetrartímann 83 af hundraði fyrirtækjanna eru með innan við 10 stöðugildi. Þegar hugað er að því að 73% af hundraði fyrirtækjanna hafa opið allt árið má segja að um sé að ræða litlar sveiflur í mannahaldi. Það ber þó að skoðast með hliðsjóna af því að munurinn á fyrirtæki með einn starfsmann eða 9 starfsmenn er mikill. Minnsti flokkurinn inniheldur því mikla breidd í starfsmannahaldi sem ekki kemur fram í flokuninni.
Ársvelta fyrirtækjanna er mjög misjöfn eins og vænta má af fjölbreytni þátttakenda. Það er algengast að sjá tölur á milli 1-5 milljón kr. ársveltu og líklegast er það ekki fjarri lagi eftir umfangi fyrirtækjann á Norðurlandi eystra. Þau stærri eru að velta um og yfir 20 millj. og þau minni um og undir 10 millj. króna. Heldur margir voru þó hlutlausir og töldu sig ekki hafa hugmynd um ársveltuna og alls neituðu 11 rekstraraðilar að svara þessum lið.
Í könnuninni voru þátttakendur spurðir hvernig þeir seldu afurð sína helst og var um eftirfarandi svör að velja:
· Bein sala
· Innlendar ferðaskrifstofur
· Erlendar ferðaskrifstour
· Netið
· Annað;hvar?
· Veit ekki
Bein sala til notenda þjónustnnar var sú leið sem 82% þáttakenda velja til að koma vöru sinni á framfæri. Þáttakendum gafst kostur á að nefna aðra flokka og þá kom í ljós að fyrirtækin reiða sig á orðspor og umfjöllun fjölmiðla svo nokkuð sé nefnt.
Þar sem flestir þátttakendanna vissu hvaða þáttur markaðssetningarinnar er kostnaðarasamastur , lá næst við að spyrja hvort sá markaðsþáttur skilaði mestum viðskiptum i . Allir þátttakendur svöruðu þeirri spurningu eins og við átti. 52% þeirra sem svöruðu könnuninni töldu að sá markaðsþáttur sem mestu var eytt í skilaði mestum viðskiptum. 29% vissu ekki hvort sá markaðsþáttur sem mestu var eytt í skilaði mestum viðskiptum og nei sögðu 16 %. Þau 16% sem sögðu nei eru ýmist að taka við eldri rekstri eða byrja upp á nýtt og eru að þreifa sig áfram í flóru markaðassetningarinnar. Sumir eyddu engu í markaðssetningu og treysta þar eingöngu á orðspor og umtal fjölmiðla. Það eru því 45% ferðaþjónustuaðila í Eyjafirði sem annað hvort vita ekki hvort marksðfé þeirra er vel varið eða telja því illa varið.
Markhópar
Um 33% þáttakenda höfðu óskýrar hugmyndir um markhópa og greindu þá ekki niður, þannig svöruðu þeir að allir tilheyrðu þeirra markhópi. Aðrir virðast gera sér fyllilega grein fyrir markhópnum og reyna allt hvað getur að einbeita sér að honum. Þannig að ekki kemur á óvart að 47% svarenda telja að Íslendingar séu þeirra aðalmarkhópur.
Þó skal gerður sá fyrirvari að þegar markhópar eru flokkaðir eftir svörum þáttakenda að mörg fyrirtæki hafa ekki um annað að ræða en reyna að höfða til "allra" t.d. á vetrum eða þegar lágönn sverfur að.
Markmið
Rúmlega helmingur þátttakenda töldu sig hafa skýr markmið með rekstri sínum. Þau voru hins vegar eins mörg og svörunin var í heildina eða 75 sem eru 58% þátttakenda. Þannig að hér kemur aðeins sýnishorn af þeim svörum því ekki var unnt að koma þeim saman í myndform.
Arðsemi
Auka aðsóknina
Bæta aðkomu
Byggja upp
Eitt ár í einu
Fimm ára áætlun
Endar verða að náð saman
Gera betur
Gera starfsemina sem fjölbr.
Halda í horfinu
Gæðakerfi
Halda verði niðri-ísl vörur
Rækta skóg til útivistar
Bjóða þessa þjónustu á staðnum
Thematengt eftir árstíðum/villibráð/
Vera kátur-allir séu á lífi eftir daginn
Viðhalda gömlu handverki
Vera stærstir
Rekstrarleyfi
Leyfismál virðast vera í góðum horfum en 77% fyrirtækja hafa leyfi hins opinbera til reksturs. Það er þó tilefni til áhyggja að 21% fyrirtækja hafa ekki tilskilin leyfi til reksturs að eigin mati. Þá má reikna með því að einhverjir hafi ekki sagt satt um þennan þátt rekstrarins og að fleiri en 21% séu "leyfislaus". Ýmsar gildar ástæður kunna að vera þar að baki s.s. að voru sum fyrirtæki sækja um endurnýjun rekstrarleyfis sem þarf að gera með nokkurra ára millibili. Önnur voru með undanþágu frá ríkinu líkt og félagasamtök og líknarfélög.
Tryggingar
Meiri flóru mátti sjá í svörun um tryggingar á viðskiptavinum sérstaklega. Töluvert af þátttakendunum töldu sig ekki vita það eða 12%, nei sögðu 13% og 74% höfðu tryggingar sem vernda viðskiptavini og fyrirtækið þá um leið. Einn neitaði að svara af þeim 100 þátttakendum sem svöruðu þessum lið könnunarinnar. Af þeim 129 sem svöruðu könnuninni voru 29 sem ekki töldu sig þurfa að tryggja viðskiptavini sína á neinn hátt eða 22% þátttakenda.
Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang:
- Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 25. April 2003
kl. 11:16
GMT