| Miðvikudagur 24. janúar 2001 |

Styrkir

Ferðamálaráð auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum 24.1.2001
Á undanförnum árum hefur Ferðamálaráð Íslands veitt styrki til úrbóta í umhverfismálum á Ferðamannastöðum. Styrkir þessir hafa verið veittir til gönguleiðamerkinga, stígagerðar, skiltagerðar og til að koma upp salernisaðstöðu svo eitthvað sé nefnt. Styrkirnir eru veittir til framkvæmda á vegum einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarfélaga. Skilyrði er að framkvæmdirnar stuðli að verndun náttúrunnar, jafnframt bættum aðbúnaði ferðamanna. Nauðsynlegt er að framkvæmdir stangist ekki á við gildandi skipulag og séu unnar í samráði við viðkomandi sveitarstjórnir, landeigendur, náttúruverndarnefndir og aðra aðila sem með málið hafa að gera s.s. Náttúruvernd ríkisins. Á vef Ferðamálaráðs er hægt að lesa meira um þetta auk þess sem þar er hægt að sækja umsóknareyðublað.

Stuðningur við lista- og menningarstarfsemi 24.1.2001
Í fjárlögum 2001 er, eins og undanfarin ár, fjárveitingaliðurinn “Listir, framlög”. Að því leyti sem skipting liðarins er ekki ákveðin í fjárlögum ráðstafar menntamálaráðuneytið honum á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði lista og annarrar menningarstarfsemi. Árið 2001 er gert ráð fyrir að ákvörðun um framlög af þessum lið verði tekin í febrúar, maí, september og nóvember með hliðsjón af umsóknum sem fyrir liggja hverju sinni. Sjá meira

Ungt fólk í Evrópu 15.1.2001
Ungt fólk í Evrópu (UFE) er styrkjaáætlun á vegum Evrópusambandsins.  Áætlunin ber enska heitið "Youth".  Alls eru 31 Evrópuland aðili að UFE áætluninni. Ungt fólk í Evrópu er á ábyrgð menntamálaráðuneytisins. Hér er hægt að lesa allt um Ungt fólk í Evrópu.

Umsókn um styrki í SAMIK 11.1.2001
Samstarfssamningur Íslands og Grænlands um ferðamál auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem aukið gætu samstarf Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu og skyldra verkefna. Meira

Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum 9.1.2001
Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 2001. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Meira

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang: - Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 25. April 2003 kl. 11:16 GMT