|Þriðjudagur 23. janúar 2001|

Í sóknarhug

Í sóknarhug, fundarröð um byggðamál hefur nú göngu sína að nýju. Á fyrsta fundinum á þessu ári sem haldinn er í dag fjallar Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, um Landskrá fasteigna. Fundirnir "Í sóknarhug" verða einu sinni í mánuði og umfjöllunarefnin verða margvísleg og má þar nefna: Íbúaþróun á Akureyri og hvernig bæjarfélagið mun bregðast við því hvað varðar lóðarframboð, samgönguæðakerfið, dagvistunar- og skólamál ofl. Við munum fjalla um lánamöguleika landsbyggðarinnar, samgöngumál m.a.göng undir Vaðlaheiði, verslun og þjónustu í ljósi þeirra breytinga sem átt hafa sér stað að undanförnu og fleira.

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang: - Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 11. December 2001 kl. 00:58 GMT