| Fimmtudagur 15. febrúar 2001 |

Styrkir til atvinnumála kvenna

Félagsmálaráðuneytið hefur á þessu ári heimild til að úthluta í styrki

20 milljónum króna til atvinnumála kvenna.

Áhersla er lögð á að greinargóð lýsing á verkefni fylgi með umsókn, sundurliðuð kostnaðaráætlun svo og að fram komi hvort leitað hafi verið til annarra um fjárstyrk.

Tilgangur styrkveitinga er einkum að auka fjölbreytni í atvinnulífi, viðhalda byggð um landið og efla atvinnutækifæri á landsbyggðinni, auðvelda aðgang kvenna að fjármagni og að draga úr atvinnuleysi meðal kvenna.

Skilyrði fyrir umsókn:

  • Allar konur hvaðanæva af landinu geta sótt um styrk.

  • Forgangs njóta nýsköpunarverkefni sem þykja líkleg til að fjölga  kvenna er hátt og fábreytni í atvinnulífi eru þar með talin.

  • Styrkir ekki veittir til verkefna sem eru í samkeppni við aðila í hliðstæðum atvinnurekstri á landsvísu.

  • Til að verkefni sé styrkhæft í 2. eða 3. sinn þarf fyrir að liggja greinargerð vegna fyrri styrkveitinga.

  • Ekki eru veittir rekstrarstyrkir.

  • Ekki eru veittir styrkir til listiðnaðar en tekið er tillit til nytjalistar.

  • Stofnstyrki er heimilt að veita að hámarki 25% af stofnkostnaði til véla og tækjakaupa og einnig vegna húsnæðis til hópa.

  • Ekki eru veittir styrkir til afmarkaðra verkefna sem ekki eru atvinnuskapandi.

  • Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem njóta greiðslna úr almannatryggingakerfinu.

  • Að öðru jöfnu nemur framlag af hálfu ríkisins ekki meir en 50% af heildarkostnaði við verkefnið.

  • Hámarksstyrkur á verkefni er kr. 2,5 milljónir.

  • Þeim aðilum sem hyggjast sækja um styrk til námskeiða/mennta-smiðju verkefna er bent á að hafa samband við Vinnumálastofnun.

Umsóknareyðublöð fást á Vinnumálastofnun, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, Reykjavík, sími 515 4800 og á heimasíðu stofnunarinnar.  

 www.vinnumalastofnun.is. 

Umsóknareyðublöðin er einnig hægt að nálgast hjá Impru, Iðntæknistofnun og hjá atvinnu- og iðnráðgjöfum á landsbyggðinni.

Umsóknarfrestur er til 21. mars 2001