Grænlensk heimsókn
Þátttakendur
af hálfu heimamanna voru fulltrúar fyrirtækja hér á svæðinu sem
hafa hag af slíkum áætlunum. Við sjáum fyrir okkur að flogið yrði
til Akureyrar tvisvar í viku og lent þar á annarri eða báðum
leiðum. Þannig er að flugleið þeirra liggur beint yfir Akureyri
3 daga í viku og því væri tilvalið að koma niður í báðum leiðum
yfir.
Ef
til þessa kæmi gæti þetta litið einhvern veginn svona út!
Áhrif af slíku flugi gætu verið margháttuð og eru hér nefnd nokkur
dæmi:
A. Gagnvart ferðaþjónustunni á Norðurlandi
1. Möguleikar myndu skapast fyrir erlenda ferðamenn að hefja eða enda
ferðir á Akureyri og fljúga þeim þaðan beint til CPH. Slíkt gæti
verið mjög mikilvægt sérstaklega gagnvart stuttum vetrarferðum þar
sem erfiðara er að selja ferðina norður (REK-AKU-REK) ef það þarf
að koma aftur sömu leið til baka.
2. Aukin fjölbreytni í ferðamöguleikum eins og að bjóða ferðir
frá Akureyri til Grænlands annað hvort tveggja eða fjögurra daga
ferðir getur styrkt ferðaþjónustu á Norðurlandi.
B.
Gagnvart fyrirtækjum á Norðurlandi sem ekki eru í
ferðaþjónustu
1. Með þessari tengingu inn á CPH eru auknir möguleikar norðlenskra
fyrirtækja til að vera samkeppnishæfir á alþjóðlegum mörkuðum.
Aukakostnaður sem hlýst af lengri ferðum og verra aðgengi fyrirtækja
á landsbyggðinni að mörkuðum hefur leitt til þeirrar dapurlegu
staðreyndar að útflutningur afurða (utan sjávarafurða) og þjónustu
af landsbyggðinni er verulega minni heldur en af
höfuðborgarsvæðinu.
2. Greiðar samgöngur til Grænlands geta líka skapað tækifæri til markaðssóknar á Grænlandi. Fjórðungssjúkrahúsið er t.d. vel þekkt af Grænlendingum eftir að þeir á sínum tíma þjónustuðu austurströnd Grænlands vegna þess að flugsamgöngur við austurströndina voru gegnum Akureyri.
3. Þar sem verulegur hluti af vél Grænlandsflugs er undir frakt skapast möguleikar að flytja út afurðir í flugi. Það hefur í gegnum tíðina takmarkað möguleika fiskvinnslunnar á NA landi hversu dýrt og oft á tíðum flókið er að flytja út ferskar afurðir. Í þessu sambandi verður líka ekki hjá komist að nefna væntanlega stóraukið fiskeldi á Norður- og Austurlandi.
C. Menningar, mennta og vísindaleg tengsl
1. Út frá Akureyri hafa skapast norræn tengsl sem geta nýst þessu verkefni vel. Nægir þar að nefna þá stöðu sem Háskólinn á Akureyri hefur áunnið sér varðandi norðurslóðarannsóknir tengdar Rannsóknarstofnum Vilhjálms Stefánssonar, PAME, CAFF og fleiri smærri verkefnum.
2.
Fulltrúar frá Eyjafjarðarsvæðinu hafa farið á ýmsar
handverkssýningar í Grænlandi og er áhugi á að efla samstarf þar á
milli enn frekar. Helsta hindrunin er ferðakostnaður sem takmarkar
frekari samskipti.
D.
Áhrif á íbúa Norð -Austurlands
1. Möguleikar einstaklinga til að fara fleiri styttri ferðir til
útlanda verða betri en áður. Samkeppnishæfni slíkra ferða hefur
ekki verið mikil á Íslandi utan Suð-Vestur hornsins þar sem
kostnaður við ferðir innanlands vegur þungt í heildarkostnaði.
2. Með slíku flugi upplifa íbúar svæðisins að þeir búi á spennandi svæði sem gaman er að heimsækja og sjálfsmynd þeirra styrkist. Eins gæti ímynd og mikilvægi ferðaþjónustunnar aukist í hagkerfinu sem styrkir greinina inn á við.
E. Áhrifin gagnvart Grænlendingum:
1. Þeir fengju menningarleg og viðskiptaleg tengsl við Íslendinga sem hlýtur að vera mikilvægt til að viðhalda "sjálfstæði" sínu gagnvart einhæfni erlendra viðskipta þeirra.
2. Grænlandsflug fær vonandi betri nýtingu á flugvélina sem styrkir félagið á erfiðum tímum.
3. Ferðaþjónusta á Grænlandi gæti styrkst með betri tengslum við aðila sem þegar hafa gert mikið út á Grænland frá Íslandi eins og t.d. Ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri.
Staðan.
Auðvitað er allt of snemmt að segja nokkuð til um hvernig þetta verkefni fer en ljóst má vera á þeirri reynslu sem við höfum fengið við að markaðssetja Akureyrarflugvöll að hér eru eflaust sóknarfæri. Við höfum þegar hafið undirbúning annarra verkefna á þessu sviði sem eru styttra komin.
Meiri upplýsingar um Grænlandsflug, áætlanir og þess háttar sjá www.greenlandair.is
Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang:
- Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 25. April 2003
kl. 11:16
GMT