Fyrsti
leigjandinn kominn inn á Frumkvöðlasetur
Aðstandendur setursins höfðu verið í sambandi við forsvarsmann fyrirtækisins Tryggva Sveinbjörnsson um nokkra hríð. Undanfarin misseri hefur verið í gangi vinna við að byggja upp bókunarvefinn. Skoða má vefinn á www.visit.is Nú þegar eru um 30-40 ferðaþjónustuaðilar komnir inn á kerfið og markaðssetning innanlands er komin á fullt. Sölumenn eru farnir af stað og uppbygging umboðsmannakerfis innanlands stendur yfir.
Erlend markaðsetning:
Meginverkefni félagsins á næstu mánuðum er að vinna við markaðssetningu erlendis. Ætlunin er sú að fyrirtækið komi á fót sérleyfissamningum (franchise) þannig að hægt verður að setja upp vef eins og þennan fyrir hvert markaðssvæði. Áherslusvæði til að byrja með eru Norðurlöndin, þó eru í gangi þreifingar á öðrum markaðssvæðum.
Spennandi verður að fylgjast með framgangi fyrirtækisins og hvort þessar væntingar okkar aðstandenda Frumkvöðlaseturs Norðurlands um að þjónusta eins og þessi auki á lífslíkur nýsköpunarhugmynda nær fram að ganga
Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang:
- Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 11. December 2001
kl. 00:58
GMT