Ráðstefnuhandbók um Akureyri og Norðurland.

Útgáfa ráðstefnuhandbókar fyrir Norðurland
Út er komin handbók til kynningar á kostum þess að halda ráðstefnur og hvataferðir á Norðausturlandi. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) stendur að útgáfunni í samstarfi við Ferðamálafélag Eyjafjarðar. AFE greiðir stærstan hluta kostnaðar við útgáfu en einnig koma ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélög og fyrirtæki af krafti inn í fjármögnun verkefnisins með því að auglýsa í handbókinni. 

Markmið
Útgáfa á Ráðstefnuhandbók fyrir Eyjafjarðarsvæðið og Norðurland miðar að því að auka fjölda ráðstefna og hvataferða á Norðurlandi. Aðstandendur handbókarinnar telja að ráðstefnuhald sé ein vænlegasta leiðin til að styrkja ferðaþjónustu á Norðurlandi utan háannar.

Hverjir njóta góðs af ráðstefnuhaldi?
Margföldunaráhrif af ráðstefnum eru mikil. Fólk skemmtir sér, fer í búðir og svo mætti lengi telja. Svæðið sem heild og önnur atvinnustarfsemi en ferðaþjónusta hefur einnig mikinn ávinning af því að fá sem flestar ráðstefnur inn á svæðið.

Hvernig verður bókinni dreift?
Bókin mun fara í dreifingu innanlands gegnum þá aðila sem að bókinni standa en einnig verða beinar heimsóknir notaðar til að ná til innlendra fyrirtækja og stofnana. Handbókinni verður dreift til erlendra aðila gegnum Ráðstefnuskrifstofu Íslands en einnig gegnum tengiliðanet Atvinnuþróunarfélagsins við erlendar ferðaskrifstofur. Sem dæmi má nefna að fjölmargir aðilar sem gera út á ráðstefnur og haft var samband við á Vest Norden ferðakaupstefnunni eru að fá eintak í hendurnar þessa dagana. 

Staðreyndir um Ráðstefnuhandbókina:
Ráðstefnuhandbókin er litprentuð í A4 broti og er 33 síður að stærð. Upplag handbókarinnar er 2000 eintök bæði á íslensku og ensku. Áhersla er lögð á myndræna framsetningu efnis sem stendur saman af almennum upplýsingum um svæðið og sveitarfélög en hins vegar sérstakar upplýsingar um einstökum fyrirtækjum á svæðinu. Þessum upplýsingum verður einnig komið fyrir á heimasíðu www.eyjafjordur.is. 

Allar nánari upplýsingar um bókina má fá hjá eftirtöldum sem saman skipa ritnefnd Ráðstefnuhandbókarinnar:
Páll Sigurjónsson Hótel Kea
Marinó Sveinsson Sportferðir
Ómar Banine AFE
Hólmar Svansson AFE

Akureyri 30.10.01 
HS


 

 

 

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang: - Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 25. April 2003 kl. 11:16 GMT