Nýr Forstöðumaður nýsköpunar og markaðssviðs AFE
Magnús Þór Ásgeirsson
hefur verið ráðinn forstöðumaður nýsköpunar og markaðssviðs AFE. Magnús hefur áralanga reynslu markaðs og atvinnumálum, fyrst í sérverkefni fyrir Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar, síðan hjá Hönnun og ráðgjöf ehf. sem síðar sameinaðist Hönnun hf. Þar vann Magnús sem ráðgjafi og vann m.a. að markaðssetningu og undirbúning iðnaðarsvæða í Reyðarfirði. Síðast var Magnús framkvæmdastjóri Tölvusmiðjunnar ehf. sem er í helmings eigu TölvuMynda hf.Magnús er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands auk þess sem hann hefur tekið margvísleg námskeið á sviði stjórnunar og rekstrar frá Endurmenntunarstofnun HÍ.
Mikilvægt starf Atvinnuþróunarfélaga
Um
AFE segir Magnús að félagið sé að vinna að fjölmörgum
áhugaverðum verkefnum, en eins og er með mörg þróunar- og
nýsköpunarverkefni, þola þau ekki alltaf dagsljósið á
undirbúningstímanum. Þegar verkefnin svo komast af stað og eiginlegur
rekstur hefst sleppir hendi atvinnuþróunarfélaga og því má segja að
störf þeirra séu oft á tíðum lítt sýnileg. Það er hins vegar
aldrei meiri þörf á öflugri starfsemi atvinnuþróunarfélaga en nú
þegar hægir á hjólum atvinnulífsins. Það er kraftmikill hópur sem
starfar hjá AFE í dag og ég hlakka til að vinna með þeim í þeim
mikilvægu verkefnum sem framundan eru.
Akureyri 15.11.01
HS
Atvinnuþróunarfélag
Eyjafjarðar - Glerárgata 36 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 463 0998 - Netfang:
- Heimasíða: afe.is
Síðast uppfært: 25. April 2003
kl. 11:16
GMT