Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

28. fundur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

11. júní 2001 kl. 16:00 –18:30

Glerárgata 36

Nefndarmenn
Sigurður J. Sigurðsson
Ásgeir Logi Ásgeirsson
Hallgrímur Ingólfsson              

Starfsmenn
Hólmar Svansson, framkvæmdarstjóri
Benedikt Guðmundsson,fundarritari
Ómar Banine

Þetta var fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar og tók aldursforsetin fundarins SJS að sér fundarstjórn og bauð menn velkomna á þennan fyrsta fund.

1. Fundargerð síðasta fundar.

Var tekin fyrir og samþykkt samhljóma.

2. Stjórn skiptir með sér verkum

Aldursforseti, SJS, bar upp tillögu að stjórn og var hún samþykkt einróma.
Nýja stjórnin skipar:
Sigurður J. Sigurðsson formaður, Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson, varaformaður og Hákon Hákonarson ritari. Meðstjórnendur eru Aðalheiður Eiríksdóttir og Hallgrímur Ingólfsson. Varamenn eru: Fyrir Akureyrarbæ Valur Knútsson og fyrir önnur sveitarfélög Ásgeir Logi Ásgeirsson.

3. Ákvörðun reglulegs fundartíma

Fram kom tillaga um að stjórnarfundir færu fram annan mánudag hvers mánaðar kl. 16:00 í húsnæði félagsins að Glerárgötu 36. Ekki var endanlega gengið frá því máli þar sem tvo stjórnarmenn vantaði á fundinn.

4. Staða á rekstri félagsins 4. mánaða uppgjör

Framkvæmdarstjóri fylgdi úr hlaði 4. mánaða uppgjöri félagsins. Kom fram að ekki hafi ennþá náðst samkomulag við stjórn Frumkvöðlasetursins um hlutdeild þeirra í kostnaði við uppsetningu setursins. Fól stjórnin framkvæmdarstjóra að ganga frá því máli sem allra fyrst.

5. Umræður um fjárhagsáætlun

Framkvæmdarstjóri fylgdi úr hlaði hugmyndum sínum um hvernig færa ætti fjárhagsáætlun félagsins í samræmi við ársreikning félagsins og bréf endurskoðanda. Stjórnarmenn fólu honum að ganga frá málinu í þá veru sem hann kynnti það ásamt því að koma með tillögu að verklagsreglum (vinnureglum) starfsmanna og stjórnar.

6. Önnur mál

Undir önnur mál tók SJS til máls og sagði frá stöðu mála hvað varðar vinnu þá sem í gangi er hjá Akureyrarbæ varðandi samstarfsverkefni við önnur sveitarfélög. Hann taldi að ekkert yrði gert af hálfu Akureyrarbæjar nema með góðum fyrirvara og skyldi AFE halda sínu striki þar til annað kæmi í ljós. Hann ræddi um bréf endurskoðanda og taldi augljóst að stjórnarmenn og starfsmenn færu í gegnum það og tækju fullt tillit til ábendinga hans. Hann gerði einnig að umtalsefni stefnumótun og starf AFE og óskaði eftir umræðu um hvor ástæður séu til að breyta áherslum félagsins. Framkvæmdarstjóri lagði til að kannað yrði hvort hægt væri að fá óháðan ráðgjafa til að fara í gegnum núverandi stefnumótun félagsins og samþykkti stjórnin þá tillögu. Hann kom inn á samninga starfsmanna og stöðu þeirra, fyrirhugaða fjölgun þeirra og stöðu mála hvaða Frumkvöðlasetrið. Að loknum inngangi formanns hófust umræður stjórnarmanna og starfsmanna um hugleiðingar formanns og kom ÁLÁ inn á samstarf Ólafsfjarðarbæjar við AFE. Hann lýsti ánægju sinni með það samstarf og taldi að önnur sveitarfélög ættu að nýta sér meira að fá starfsmenn AFE í heimsókn og ræða mál sem brynni á viðkomandi sveitarfélagi.

Fleira ekki fyrir tekið og fundi sliti kl. 18:15

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is