Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Vinstri dálkur

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar   

Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 19. fundur

Árið 2000, 19. júní 2000, kl. 12:00 kom stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar saman til fundar að Strandgötu 29.

Fundinn sátu: Sigurður J. Sigurðsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ásgeir Logi Ásgeirsson Hákon Hákonarson, Bjarni Kristjánsson auk framkvæmdastjóra og starfsmanna AFE.
Fundagerð ritaði Benedikt Guðmundsson

Áður en fundur hófst fór formaður stjórnar yfir fundagerð síðasta fundar þar sem aðeins þrír fundarmenn sátu og bað um staðfestingu þeirra á skipan stjórnar eins og hún var samþykkt á þeim fundi. Ennfremur gat hann þess að fundurinn þyrfti að vera í styttra lagi vegna óhjákvæmilegra aðstæðna. Enginn andmæli komu fram og var fundi þar með haldið áfram.

Fyrir tekið

1. Fjárhagsyfirlit AFE 1. jan - 31. maí 2000.

Framkvæmdarstjóri fylgdi úr hlaði yfirliti yfir fjárhagsstöðu félagsins eftir fimm mánuði og gat þess að þrátt fyrir að sumir liðir virtust vera komnir fram úr áætlun þá væri hér um liði að ræða sem væru kostnaðasamir á fyrrihlutaársins þannig að jafnvægi kæmi á þá er liði á árið. Engar athugasemdir komu um reksturinn frá stjórnarmönnum.

2. Stefnumótun AFE

SJS opnaði umræðuna um stefnumótun félagsins og taldi að stjórnin þyrfti að halda sérstakan fund um framkvæmd stefnumótunar félagsins. Hann kannaði hvenær stjórnarmenn gætu hist næst og hvort þessi fundartími hentaði mönnum almennt. Niðurstaðan var sú að tíminn hentar ágætlega en í stað fyrsta mánudags í hverjum mánuði verður fundartíminn annan mánudag í hverjum mánuði. Næsti fundur er áætlaður 14. ágúst kl.12:00. SJS óskaði eftir því við stjórnarmenn að þeir færu í gegnum stefnumótun félagsins fyrir þann fund þannig að hægt væri að skilgreina markmið, verksvið og snertifleti við verkefni sem væru staðbundinn og hugsanlega frekar á könnu hvers sveitarfélags.

3. Fjár-og gagnavinnsla á Eyjafjarðarsvæðinu.

Bjarni Þórólfs kynnti skýrsluna "Úttekt á möguleikum Eyjafjarðar í fjar-og gagnavinnslu" sem hann og Einar Áskelsson, hjá Rekstri og Ráðgjöf Norðurlands ehf. unnu í sameiningu. Fór hann yfir helstu þætti skýrslunar. Stjórnarmenn spurðu um sitthvað úr skýrslunni og spunnust töluverðar umræður um efni hennar tilgang og hvernig mætti nýta sér þá vinnu sem unnin hefur verið með gerð hennar. Umræðan snérist töluvert um verðlagningu Símans og hvernig hægt væri að hafa áhrif á breytingar þar aðlútandi. Stjórnarmenn lýstu ánægju sinni með skýrsluna og töldu hana vera félaginu til sóma.

4. Önnur mál

Nú var liðið verulega á tímann og ekki gafst tími til að fara yfir verkefnastöðu starfsmanna en í stað þess hófust umræður um skólamál, lokun opinberar þjónustu í Ólafsfirði ofl. ÁLÁ opnaði umræðuna og gat þess að ekkert yrði úr skipstjórnarnámi á Dalvík á komandi vetri. Hann gat þess einnig að til stæði að loka sýslumannsskrifstofunni í Ólafsfirði og benti mönnum á að þetta væri ekkert sérmál Ólafsfirðinga heldur snerti þetta alla sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi störf væru ekkert að flytjast til Akureyrar heldur suður og menn yrðu að halda vöku sinni ef ekki ætti ílla að fara. Menn ræddu almennt um stöðu náms sérstaklega í þeim greinum sem snéru að undirstöðu atvinnugreinunum eins og skipstjórnarnám, útgerðartækni og álíka sem virðast eiga í vök að verjast gagnvart viðskiptafræðimenntun og tölvunarfræðum. Ímynd þeirra greina sem snúa að undirstöðu atvinnugreinunum virðist hafa beðið knekki og ekki vanþörf á að bæta hana. SJS lokaði síðan umræðunni og endurtók þakkir fyrir skýrsluna og sleit þar með fundi kl. 13:15

 
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is