Uppbyggingarsjóður
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og er hluti af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
|
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og er hluti af Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki til menningarverkefna, atvinnuþróunar og nýsköpunar auk stofn- og rekstrarstyrkja til menningarmála. Sjóðurinn styrkir að jafnaði ekki meira en 50% af heildarkostnaði verkefna. Auglýsa skal opinberlega, minnst einu sinni á ári, eftir umsóknum um styrki til verkefna sem samræmast sóknaráætlun landshlutans. Stofnanir, opinber hlutafélög og samtök í meirihlutaeigu ríkis eða sveitarfélaga skulu að jafnaði ekki vera leiðandi aðili í verkefnum styrktum af uppbyggingarsjóði landshlutans. Nánari upplýsingar um sjóðinn má meðal annars finna í samningi um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019.
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra fyrir árið 2018. Sækja þarf um rafrænt á heimasíðu Eyþings með Íslykli eða rafrænum skilríkjum. Umsóknarfrestur er til og með 29. nóvember nk.Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér verklagsreglur uppbyggingarsjóðs sem eru aðgengilegar hér til hægri.
|
Nánari upplýsingar um Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra veitir, Baldvin Valdimarsson sími Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér vel þær áherslur og skilyrði sem í samningum felast og reglur um styrkhæfan kostnað.
|