Uppbygging
skýrslu
Skýrslunni
er skipt í sex meginkafla og henni fylgir viðauki sem
hefur að geyma ýmis gögn til stuðnings við
efni skýrslunnar, með ítarlegri upplýsingum
um tiltekin efni skýrslunnar.
Í
1. kafla er kynnt aðferðafræði
og verkskipulag við vinnu verkefnisins.
Í
2. kafla er fjallað almennt um atvinnuþróun
og tengsl við fjar- og gagnavinnslu og segir þar m.a.
frá mikilvægi samstöðu og sameiginlegrar stefnumörkunar
í fjar- og gagnavinnslu, ásamt mikilvægi sameiginlegrar
uppbyggingar á samkeppnishæfni til alþjóðavæðingar.
Í
3. kafla, Tæknilegar forsendur
fjar- og gagnavinnslu, er gerð grein fyrir hvað fjar- og
gagnavinnsla er og í hverju hún felst. Sagt er frá
nýjum fjarskiptalögum og útskýrð ýmis
tæknileg atriði í fjar- og gagnavinnslu. Þá
er sagt frá þróun og stöðu í
gagnafjarskiptum, helstu leiðum til gagnaflutninga og tekin
dæmi um kostnað við gagnaflutning.
Í
4. kafla skýrslunnar, Auðlindir
og hæfni svæðisins, er rannsóknarhluti skýrslunnar.
Þar er greining á auðlinda- og hæfnisþáttum
í anda aðferða og hugmynda Roberts Grants. Í
kaflanum er gerð grein fyrir skilgreiningu á auðlinda-
og hæfnisþáttum svæðisins og hvernig
svæðið var metið m.t.t. til getu þess til
að taka að sér verkefni í fjar- og gagnavinnslu.
Í
5. kafla, Verkefni í fjarvinnslu,
er greining á mögulegum fjar- og gagnavinnsluverkefnum
fyrir svæðið. Í kaflanum er skýrt frá
síun og vali verkefnishugmynda og kynnt til sögunnar
svokallað tengslarit sem var sérstaklega útbúið
fyrir verkefnið. Tengslaritið var notað sem endanlegt
úrvinnslutæki fyrir verkefnið og má lesa
úr því meginniðurstöður verkefnisins.
Í
6. og síðasta kafla skýrslunnar,
Tillögur, eru dregnar saman lykilniðurstöður skýrslunnar.
Þar er til að mynda dregin saman meginhæfni og samkeppnisforskot
svæðisins og kynnt þrjú verkefni sem eru
meðal þeirra sextán verkefna, sem voru efst í
forgangsröðun úr tengslariti. Í kaflanum
er gerð grein fyrir þessum þremur verkefnum og þeim
lýst.
Akureyri
í maí 2000
Bjarni
Þór Þórólfsson
forstöðumaður nýsköpunar- og markaðssviðs AFE
Einar
Áskelsson
rekstrar- og stjórnunarráðgjafi RRN
|