1.1.1.
Verkskipting og verklag
Framkvæmd
verkefnisins var í höndum Bjarna Þórólfssonar,
forstöðumanns nýsköpunar- og markaðssviðs
Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE),
og Einars Áskelssonar, rekstrar- og stjórnunarráðgjafa
hjá Rekstri & Ráðgjöf Norðurlandi
ehf. (RRN).
Til
að tryggja faglegan bakgrunn fyrir verkefnið var settur
saman stýrihópur sem skipaður var af eftirtöldum
aðilum, fyrir utan framkvæmdaraðila:
 |
Ásgeir
Logi Ásgeirsson,
bæjarstjóri í Ólafsfirði
 |
 |
Reynir
Eiríksson,
framkvæmdastjóri Hugar á Akureyri
 |
 |
Stefán
Jóhannsson,
skrifstofustjóri Háskólans á Akureyri
 |
 |
Þorvaldur
Ingvarsson,
lækningaforstjóri FSA |
Hlutverk
stýrihópsins skiptist í meginatriðum í
fernt. Í fyrsta lagi að veita framkvæmdaraðilum
sérfræðilega aðstoð, í öðru
lagi að meta hugmyndir og tillögur, í þriðja
lagi að ákveða verkefnishugmyndir sem teknar yrðu
til skoðunar og í fjórða lagi að aðstoða
við forgangsröðun verkefna sem Eyjafjarðarsvæðið
á að einbeita sér að í náinni
framtíð.
Stýrihópur
hittist formlega 4 sinnum á verktímanum en þess
utan var leitað óformlega til þátttakenda
stýrihóps til ýmis konar skrafs og ráðagerða.
|