1.1.2
Afmörkunarþættir og markmið
Úttektarsvæði
Framkvæmd verkefnisins afmarkaðist við starfssvæði
AFE, þ.e. úttekt og greining sem gerð var til upplýsingaöflunar
náði til þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild
að AFE.
Viðfangsefni
Úttektir og mat afmörkuðust við geira fjar-
og gagnavinnslu. Eins og komið hefur fram er verkefnið framkvæmt
í beinu framhaldi af fyrrnefndri skýrslu ITÍ.
Þar var verkefnishugmyndum skipt í flokka (A, B, C),
eftir eðli þeirra. Fyrir Eyjafjörð var ákveðið
að taka eingöngu til skoðunar verkefni sem féllu
undir B og C flokk, sem eru verkefni sem eru líklegri til
að hafa jákvæð og víðtæk margföldunaráhrif
á samfélagið.
Tekið er fram að ekki er lagt nákvæmt mat á
kostnað við uppbyggingu atvinnutækifæra eða
flutninga verkefna til svæðisins, né greind arðsemi
þar að lútandi.
Verktími
Formleg vinna verkefnisins hófst í byrjun febrúar
og var áætlað að skýrsla verkefnisins
yrði tilbúin í í apríl. Upplýsingaöflun
reyndist erfiðari en áætlað var og þ.a.l.
reyndist áætlaður verktími ekki raunsær
miðað við verkáætlun og var skýrslan
því ekki endanlega tilbúin fyrr en í
maímánuði.
Framkvæmdarmarkmið
 |
Kortleggja
stöðu auðlinda og hæfni Eyjafjarðarsvæðisins
m.t.t. fjar- og gagnavinnslu birta í formi SVÓT-greiningar.
 |
 |
Greina
möguleika Eyjafjarðar á að byggja upp
atvinnutækifæri í fjar- og gagnavinnslu.
 |
 |
Forgangsraða
verkefnishugmyndum úr skýrslu ITÍ, með
tilliti til stöðu og hæfni svæðisins.
 |
 |
Færa
rök fyrir flutningi verkefna til Eyjafjarðarsvæðisins
og nýsköpun í fjar- og gagnavinnslu. |
|