1.2.2
Rannsóknaraðferðir við upplýsinga- og
gagnasöfnun
Almennt
Í
grundvallaratriðum byggist sú aðferð, sem beitt
var, á því að greina auðlindir (resources)
og hæfnisþætti (competences) og verkefnishugmyndir
í anda fyrrnefnds Grants. Galdurinn við að greina
ákjósanleg verkefni er að "máta"
verkefnishugmyndir við auðlinda- og hæfnisþætti
en það er gert með fyrrnefndri "matrixu".
Þetta er betur skýrt síðar í skýrslunni.
Tilgangur
allra úrvinnslutækja var að auðvelda vinnu
við að meta hæfni Eyfjarðarsvæðisins
m.t.t. fjar- og gagnavinnslu, styrkleika og veikleika og út
frá því forgangsraða verkefnum til áframhaldandi
vinnslu til að geta mótað stefnumið fyrir svæðið
í fjar- og gagnavinnslu. Þetta er þekkt aðferð
en hefur ekki áður verið notuð fyrir Eyjafjarðarsvæðið
og ekki er vitað til þess að aðferðinni hafi
verið beitt í svipuðum tilgangi á öðrum
atvinnusvæðum á landinu.
Helstu
rökin fyrir beitingu ofangreindra aðferða er að
lágmarka huglægt mat eins og kostur er og auka marktækni
niðurstaðna með því að beita skipulagðri
aðferðafræði.
Við
greiningarhluta verkefnisins og öflun upplýsinga og
gagna var í senn gerð s.k. skrifborðsathugun (desk
research) og vettvangsrannsókn (primary data research).
Skrifborðsathugun
Tilgangur
með að setja saman stýrihóp var einmitt til
að hafa innan seilingar aðgang að þekkingu og
upplýsingum til að lágmarka þörf fyrir
öflun upplýsinga annars staðar frá.
Skrifborðsathugunin fólst í því að
teknar voru saman og yfirfarnar skýrslur sem taldar voru
hjálpa við framkvæmd og úrvinnslu verkefnisins,
sem og önnur opinber og óopinber gögn.
Skrifborðsathugunin var gerð til að lágmarka
þörfina fyrir öflun upplýsinga með vettvangsrannsókn.
Í ljós kom að litlar samanburðarhæfar
upplýsingar voru til um stöðu Eyjafjarðarsvæðisins
í fjar- og gagnavinnslu. Hins vegar kom í ljós
að hugmyndir um atvinnumöguleika á sviði fjar-
og gagnavinnslu eru ekki nýjar af nálinni því
frá árinu 1990 hafa menn velt þessum möguleika
fyrir sér.
Vettvangsrannsókn
Tvær
leiðir voru farnar til að afla upplýsinga á
vettvangi um stöðu Eyjafjarðarsvæðisins m.t.t.
fjar- og gagnavinnslu.
Annars
vegar voru skipulögð ítarleg viðtöl (depth
interview) sem tekin voru við valda einstaklinga sem gátu
gefið lýsandi mynd af stöðu svæðisins.
Hins vegar var búinn til óformlegur spurningalisti
með tveimur opnum spurningum sem sendur var til nokkurra einstaklinga
á svæðinu til að fá sem víðasta
mynd af styrk- og veikleikum svæðisins í fjar-
og gagnavinnslu.
Ennfremur
var ákveðið að setja tvær spurningar um
tölvueign og tölvunotkun í svokallaðan Akureyrarspurningavagn
á vegum Ráðgarðs-Gallup sem unninn var um
svipað leyti og þetta verkefni.
|