1.2 Aðferðir og upplýsingaöflun

1.2.1 Fræðileg nálgun

Markmiðið var ekki að vinna fræðilegt verkefni. Þrátt fyrir það eiga aðferðir, sem beitt var við framkvæmd og úrvinnslu þess, sér fræðilega skírskotun. Þar má helst nefna s.k. "resource based theory", hugmyndafræði sem Robert Grant hefur dregið saman í nothæft tæki til greininga auðlinda- og hæfnisþátta og útleiðslu þeirra í stefnumið fyrir t.a.m. atvinnusvæði. Einnig má nefna fræðilegan bakgrunn framkvæmdar- og úrvinnslutækja sem beitt var, s.s. "Quality Function Deployment/The House of Quality". Í því sambandi er "matrixuformið" sem haft var til viðmiðunar mikilvægt, en það var sérstaklega lagað að viðfangsefninu ásamt mælikvörðum og formúlum til útreikninga. Þar fyrir utan var beitt ýmsum hefðbundnum mæliaðferðum við öflun gagna og upplýsinga sem eru í takt við aðferðir markaðsrannsókna, þ.m.t. SVÓT-greining (SWOT-analysis) fyrir stöðumat.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is