1.3 Greiningar- og úrvinnslutæki

1.3.4 SVÓT-greining og önnur úrvinnsla

Gerð var SVÓT-greining á svæðinu m.t.t. fjar- og gagnavinnslu. SVÓT er skammstöfun á orðunum styrkleiki (strenghts), veikleiki (weaknesses), ógnanir (threats) og tækifæri (opportunities), og er úrvinnslutæki fyrir stöðumat í stefnumótunarvinnu. SVÓT-greiningin var gerð út frá þrenns konar niðurstöðum. Í fyrsta lagi út frá niðurstöðum stöðumats úr ítarlegu viðtölunum (matslista), í öðru lagi út frá almennum upplýsingum frá þeim aðilum sem svöruðu opnum spurningum og í þriðja lagi út frá niðurstöðum mikilvægisgreiningar. Þetta er betur útskýrt í kafla 4 þar sem greint er frá niðurstöðum SVÓT-greiningarinnar.

Að öðru leyti fór fram margs konar tölfræðiúrvinnsla í tölulegu og myndrænu formi til að greina og túlka upplýsingar sem safnað var í tengslum við verkefnið.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is