1.3.3
SVÓT-greining og önnur úrvinnsla
Tengslaritið
var notað sem endanlegt úrvinnsluform/tæki fyrir
verkefnið. Tengslaritið er svo kölluð "matrixa"
sem fyrr var minnst á.
Úr
tengslaritinu er hægt að lesa meginniðurstöður
verkefnisins, þ.e. forgangsröðun verkefna ásamt
niðurstöðum SVÓT-greiningar.
Tengslaritið
er tvívíð matrixa (fylki) til þess að
skoða og bera saman tengsl á milli tveggja þátta.
Í þessu tilviki eru þættirnir auðlinda-
og hæfnisþættir annars vegar og verkefnishugmyndir
hins vegar. Úr tengslaritinu fást m.a. eftirfarandi
niðurstöður:
 |
Upplýsingar
um tengslin á milli auðlinda- og hæfnisþátta
og verkefnishugmynda
 |
 |
Niðurstöður
SVÓT-greiningar
 |
 |
Huglægt
tæknilegt, kostnaðarlegt og framkvæmanlegt
mat á verkefnum
 |
 |
Val
(forgangsröðun) verkefna í fjar- og gagnavinnslu,
m.t.t. stöðu svæðis
 |
 |
Raungeta svæðisins m.t.t. ákjósanlegra
verkefna í fjar- og gagnavinnslu |
Síðar
í skýrslunni er útskýrt hvernig notkun á tengslaritinu er háttað
ásamt útskýringum á mælikvörðum og útreikningsaðferðum.
|