2.1.1
Mikilvægi sameiginlegrar stefnumörkunar
Fjar-
og gagnavinnsla er ekki verkefni eins sveitarfélags, fyrirtækis
eða stofnunar innan Eyjafjarðar. Ef byggja á upp
atvinnutækifæri með hagnýtingu fjar- og gagnavinnslu
þá er nauðsynlegt að sveitarfélög
innan Eyjafjarðarsvæðisins fylki liði á
bak við sameiginlega stefnu um hvernig nýta á
fyrirliggjandi möguleika. Að öðrum kosti er erfitt
að nýta sér núverandi styrkleika og tækifæri
sem geta snúist upp í andhverfu sína ef ekki
er rétt haldið á spilunum.
Ljóst
er að innan ýmissa fyrirtækja, skóla og
stofnana á svæðinu er til þekking, tækjakostur
og tæknibúnaður sem augljóslega er styrkur
fyrir svæðið til uppbyggingar á fjar-
og gagnavinnslu. Á meðan að forsvarsmenn sveitarfélaga,
fyrirtækja og stofnana sameinast ekki um leiðir um þróun
þessara þátta, þá er ólíklegt
að svæðið í heild sinni nái tilskyldum
árangri í hagnýtingu auðlinda fyrir fjar-
og gagnavinnslu.
Á
s.l. árum og jafnvel áratugum hafa verið unnin
nokkur umfangsmikil verkefni til stefnumótunar í atvinnumálum
á svæðinu. Það er varla ofsögum
sagt að skilgreindum markmiðum og leiðum úr verkefnunum
hafi ekki verið fylgt nægilega vel úr hlaði.
Það er alltaf hættan þegar ekki næst
samstaða um stefnumótunina og menn tileinka sér
ekki víðsýnt, þróandi og sveigjanlegt
hugarfar. Að týna sér með áralanga
rörsýn á stóriðju og/eða matvælaiðnað,
sem bjargvætt í atvinnumálum, gengur ekki, þó
ekki sé verið að gera lítið úr
þeim hugmyndum. Á meðan sjónarhornið
er þröngt er alltaf hætta á því
að önnur tækifæri gangi mönnum úr
greipum. Ljóst er að þetta má ekki gerast
ef nýta á tækifæri í fjar- og gagnavinnslu
sem byggja á tækni sem er í sífelldri
þróun.
Sveitarfélög
í Eyjafirði þurfa að taka stefnumarkandi ákvörðun
um hvort og/eða hvernig þau vilja byggja upp atvinnutækifæri
með notkun upplýsingatækninnar. Það er
ekki nægilegt að segjast hafa yfir ákveðnum
auðlindum að ráða og vera hæfur til þess
að nýta auðlindir ef orðin eru án athafna.
Íslendingar hafa lengi státað af ríkidæmi
náttúrulegra auðlinda, enda lengi byggt grunnatvinnugreinar
á þeim auðlindum. Í dag eru sóknartækifæri
annars staðar í kjölfar tækninýjunga
sem byggð eru meira á hugviti en handafli. Hugvit er
auðlind sem tæplega er hægt að flokka sem náttúrulega
og nýtist ekki nema að henni sé hlúð
og henni sköpuð skilyrði til að þroskast.
Hugvit er undirstöðuauðlind fyrir fjar- og gagnavinnslu
og án þekkingar er tæknibúnaður gagnslaus
og þýðir þ.a.l. lítið að færa
rök fyrir því að flytja eigi verkefni frá
höfuðborgarsvæði út á land ef skortur
er á þessari auðlind. Með þessum orðum
er verið að leggja áherslu á að móta
skýra stefnu um uppbyggingu á atvinnumöguleikum,
þar á meðal til fjar- og gagnavinnslu og ná
sátt um þá stefnu eins og komið var inn
á hér á undan. Þar skipta innviðir
samfélagsins miklu máli og að þeir séu
markvisst ræktaðir til að hægt sé að
njóta ávaxtanna.
|