2.2.3
Samfélagslegar forsendur
Á
undanförnum misserum hefur töluvert verið rætt
og skrifað um þýðingu upplýsingabyltingarinnar
fyrir dreifðar byggðir landsins. Flestir eru sammála
um að aukin fjarvinnsla um tölvur geti fjölgað
atvinnutækifærum á landsbyggðinni, og að
fjarnám muni veita fólki þar aukin tækifæri
til menntunar. Saman geti þessir þættir styrkt
búsetu víða um land og e.t.v. átt þátt
í að snúa til baka óheillavænlegri
byggðaþróun. Vegna hinna auknu tæknimöguleika
á gagnaflutningi um ljósleiðara og annars nýs
tæknibúnaðar, er orðið mögulegt að
fólk geti unnið fyrir fyrirtæki, sem staðsett
eru utan heimabyggðar og er að finna nokkur dæmi um
slík fyrirtæki í sveitum landsins þó
þau samanstandi flest af einum aðila. Skemmtilegt dæmi
um þetta er Jón Ásgeir Hreinsson, grafískur
hönnuður, sem býr og starfar í Staðarhrauni
í Aðaldal í Þingeyjarsýslu, en vinnur
svo til eingöngu fyrir viðskiptavini á höfuðborgarsvæðinu
og gerir gagnavinnslutæknin honum kleift að vera staðsettur
þar sem hann er.
Merking tíma og rúms breytist því á
vissan hátt með notkun umræddrar tækni og
vonandi verður mögulegt að stuðla að auknu
jafnvægi í byggðum landsins. Það er ljóst
að öflug og hagkvæm fjarskipti skipta þjóðina
miklu máli í framtíðinni. Ísland
er eyland sem er fjarri öðrum löndum, en getur með
öflugum fjarskiptum verið þátttakandi í
miðri rás atburðanna. Segja má að fjarskiptin
leggi upplýsingaþjóðfélaginu til
sjálft vegakerfið.
Vert
er að hafa í huga að viðskipti eru í auknum
mæli að færast á Internetið. Það
er ljóst að aukning í netviðskiptum hér
á landi hefur verið gífurleg, samfara aukinni
tölvueign og almennri notkun Internetsins. Það er
þó álit margra að þróunin hér
sé frábrugðin því sem gerist annars
staðar. Hún sé ekki jafn hröð á
Íslandi og tiltölulega fáir aðilar virðast
vera að nýta þau tækifæri sem bjóðast.
Að mati Kjartans Guðbergssonar hjá Gæðamiðlun,
eru Íslendingar á eftir þegar þróun
Netsins er annars vegar, þótt þjóðin
sé í fremstu röð varðandi fjölda
notenda. Því má reikna með að mörg
viðskiptatækifæri séu til staðar fyrir
aðila með nýsköpunarhugmyndir sem byggja á
netlausnum.
Byggðastofnun
hefur bent á að gera þurfi átak til að
jafna samkeppnisaðstæður höfuðborgarsvæðisins
og landsbyggðarinnar varðandi gagnaflutninga, og til að
hvetja opinberar stofnanir til að nýta sér þann
möguleika sem fólginn er í fjölgun opinberra
starfa á landsbyggðinni með notkun upplýsingatækni.
Byggðastofnun lagði til að gert yrði markaðsátak
til að hvetja einka- og opinber fyrirtæki til að flytja
verkefni til landsbyggðarinnar, og að greindir verði
möguleikar byggðarlaga á landsbyggðinni á
að taka við sérhæfðum fjarvinnsluverkefnum.
Þegar
þetta er ritað hefur Valgerður Sverrisdóttir,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýlega
opnað vefinn www.fjarvinnsla.is,
sem er einskonar markaðstorg þar sem fyrirtæki á
landsbyggðinni geta kynnt þjónustu sína
og þeir aðilar sem þurfa að láta vinna
verkefni fyrir sig geta einnig kynnt þau. Markaðstorgið
er sett upp til að auðvelda fyrirtækjum á landsbyggðinni
markaðssetningu og fyrir væntanlega verkkaupa til að
kynna sér þá þjónustu sem er í
boði. Jafnframt er hugmynd þeirra, sem að markaðstorginu
standa, að vefsíðurnar nýtist sem upplýsingaveita
um hvað er að gerast í fjar- og gagnavinnslu á
landsbyggðinni.
Mögulegt
er að hagnýting upplýsingatækni og sú
leið að byggja framtíðarþróunar
á Íslandi að hluta á öflugu fjarskiptakerfi
og hagnýtingu þess, m.a. á sviði úrvinnslu
upplýsinga, muni þýða:
 |
Minnkandi
áhrif dreifðrar búsetu og landfræðilegrar
einangrunar Íslands
 |
 |
Atvinnutækifæri
skapast utan stærstu þéttbýliskjarna
 |
 |
Hagvöxtur
eykst og forsendur styrkjast fyrir því að
félagslegt jafnvægi náist
 |
Þegar
horft er til helstu einkenna og eiginleika upplýsinga og upplýsingatækni
er vert að nefna að:
 |
Starf
við upplýsingavinnslu nálgast það að vera óháð tíma og rúmi
 |
 |
Upplýsingar
verða meiri að vöxtum því oftar og betur sem þær eru nýttar
 |
 |
Fámenni
og fjarlægðir teljast vart lengur markverðar hindranir
 |
 |
Hráefnið
eyðist ekki við notkun
 |
|