2.2.3
Menntun og şekking
Í
nútímasamfélögum er vöxtur mestur
í þjónustugreinum, sem er í takt við
þéttbýlismyndun. Til að vöxtur megi
eiga sér stað á landsbyggðinni í þjónustu
sem nýtir fjar- og gagnavinnslu, er það forsenda
að sterk þjónustusvæði og byggðakjarnar
nái að myndast. Hindrunin kemur ekki síst fram
í skorti reynslu og menntunar, en uppbygging á samfélaginu
sjálfu er afar mikilvæg í þessu sambandi.
Eins
og allir vita hefur vöxtur innan upplýsingatækni
verið mestur á undanförnum árum á
höfuðborgarsvæðinu, enda er þar að
finna helstu vaxtarbrodda upplýsingasamfélagsins.
Á höfuðborgarsvæðinu búa 50% fleiri
á aldrinum 22-25 ára en á landsbyggðinni.
Á höfuðborgarsvæðinu er um 34% íbúa
á aldrinum 22-25 ára á meðan 22% íbúa
landsbyggðarinnar eru á umræddum aldri. Þessar
upplýsingar styðja það sem kemur fram í
riti Stefáns Ólafssonar, Búseta á Íslandi,
þar sem því er haldið fram að einhverjir
mestu ókostir við búsetu á landsbyggðinni
séu nýsköpunarvandi og hættan á
þekkingarþurrð. Í tengslum við þetta
má nefna að Íslendingar verja tiltölulega
litlu fé til háskólastigsins ef miðað
er við OECD-ríkin. Hlutfallslega mun fleiri sérfræðingar
voru starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið
1998, en á landsbyggðinni, eða um 17% á móti
um 6%. Segja má að þessar upplýsingar sýni
að meiri forsendur eru fyrir nýsköpun á höfuðborgarsvæðinu
heldur en á landsbyggðinni, því þar
er almennt til staðar meiri þekking og færni þeirra
sem henni eiga að hrinda í framkvæmd. Á
hinn bóginn má ekki gleyma að staða svæða
á "landsbyggðinni" er mismunandi og er staða
t.a.m. Akureyrar, hvað þetta varðar, ólík
mörgum öðrum svæðum.
Samkvæmt
Peter Maskell einkennist hlutverk fyrirtækja og stofnana,
sem starfa að atvinnuþróun í auknum mæli,
af stuðningi við þekkingar- og nýsköpun.
Þetta er m.a. gert með því að skapa og
viðhalda aðstæðum sem auka samvinnu milli fyrirtækja
og flutning upplýsinga ásamt þekkingar af ýmsu
tagi til eflingar mannauðsins. Hann segir að það
þurfi að undirbúa íbúa svæða
fyrir hagkerfi framtíðar sem byggir á þekkingu.
Það er öruggt að meðvitaðar aðgerðir
til þekkingarmyndunar eru mun algengari nú en áður
og að þetta nýnæmi hefur áhrif og
mótar hagkerfin meira en nokkru sinni fyrr. Hagkerfi sem
grundvallast af þekkingu eru í þróun um
allan heim, hagkerfi þar sem samkeppnisforskot birtast ekki
aðeins í formi samkeppnishæfs verðs, heldur
einnig í formi kraftmikilla og byltingarkenndra framfara
og þróunar sem byggir á þekkingu og þekkingarsköpun.
Mynstur nýsköpunar einkennast gjarnan af aðstæðum
viðkomandi samfélags, þar sem á sér
stað samspil mannauðs og ýmissa þátta
hagkerfisins.
Aukinn
hluti þekkingar í fiskveiðum og fiskvinnslu er
ein af meginorsökum þeirrar fækkunar sem orðið
hefur í störfum í landvinnslu á síðar
árum. Í staðinn skapast störf í þekkingariðnaði
og fleiri afleiddum störfum, sem ekki lenda í gömlu
fiskvinnsluplássunum heldur á höfuðborgarsvæðinu
og í einhverjum mæli á Akureyri. Þekkingariðnaðurinn
er sem sé að mestu á Reykjavíkursvæðinu
og frumframleiðslan er eftir á landsbyggðinni. Ástæðan
er að hluta til sú að flestar rannsóknarstofnanir
eru starfandi á Reykjavíkursvæðinu .
Í
skýrslunni "Byggðir á Íslandi"
er fjarvinnsla nefnd sem dæmi um sóknarfæri til
eflingar atvinnu og búsetu á landsbyggðinni. Þar
segir að brýnt sé að opinberir aðilar
styðji aðgerðir á þessu sviði. Það
verði best gert með því að efla grunn þekkingar
á landsbyggðinni, sjá til þess að stoðkerfi
sem fjarvinnsla kallar eftir, séu sem fullkomnust og með
því að beina verkefnum sem unnin eru fyrir ríkið
með markvissum hætti í þennan farveg. Í
þingsályktuninni um stefnu í byggðamálum
1999-2001 er kveðið á um fjölgun opinberra starfa
á landsbyggðinni. Nokkuð auðvelt ætti að
vera að framfylgja þessu ákvæði í
ljósi þeirra möguleika sem skapast hafa í
fjar- og gagnavinnslu. Í umræddri skýrslu er
einnig talað um nauðsyn þess að stofnsetja á
vissum stöðum sérstök þróunarsetur
í þágu þekkingarmyndunar á landsbyggðinni.
Setur af þessu tagi yrðu vettvangur fyrir uppbyggingu
rannsóknarstarfs og aðstoð við frumkvöðla
á landsbyggðinni. Eðlilegt má telja að
uppbygging í þekkingariðnaði á landsbyggðinni
tengist einhverju sem fyrir er á viðkomandi svæði.
Þekking
er undirstöðuatriði í þekkingarsamfélagi,
og hefur aukist mikið að litið sé til þekkingarstjórnunar
í fyrirtækjum, sem er merki um að þau sjá
þekkingu sem afar mikilvægan varning. Jafnframt hlýtur
að vera undirstöðuatriði í þekkingarsamfélögum
að þekkingunni sé deilt milli fólks sem
staðsett er á mismunandi stöðum. Umfjöllun
í bókum stjórnunarfræðitímaritum
og víðar um þekkingarstjórnun, þ.á.m.
óskáningarhæfa þekkingu" (tacit knowledge),
undirstrikar að bæði flutningur og stjórnun
þekkingar er afar mikilvæg og jafnframt flókin.
|