3.1 Lýsing á fjar- og gagnavinnslu

3.1.1 Hvağ şığir fjar- og gagnavinnsla?

Samkvæmt ritmálsskrá orðabókar Háskóla Íslands, er gagnavinnsla það að meðhöndla upplýsingar og breyta þeim í gögn.
Samkvæmt Tölvuorðasafni íslenskrar málnefndar, er fjarvinnsla eftirfarandi:

Gagnavinnsla þar sem sumar ílags- og frálagsaðgerðir fara fram í tækjum, tengdum gagnavinnslukerfi með gagnafjarskiptum.

Samkvæmt sömu heimild er gagnavinnsla:

Skipulegar aðgerðir á gögnum, gerðar með tölvu. Dæmi um aðgerðir: Reikniaðgerðir, rökaðgerðir, ritvinna, þýðingar, forritun o.s.frv.

Fjarvinnsla- og gagnavinnsla er í raun samheiti fyrir gagnavinnslu að viðbættri samskiptatengingu. Þar með verður til möguleiki á gagnavinnslu fjarri þeirri staðsetningu þar sem þörfin verður til, og þeirri staðsetningu þar sem verðmæti vinnunnar nýtast. Því má segja að fjar- og gagnavinnsla séu verkefni sem unnin eru með hjálp upplýsinga- og fjarskiptatækni á stöðum fjarlægum þeim stöðum þar sem verðmæti vinnunnar nýtast.

Mynd 3.1 Dæmi um virkni fjar- og gagnavinnslu.

Myndin hér að ofan sýnir dæmi um fjar- og gagnavinnslu. Í þessu dæmi verður til þörf fyrir ákveðna vinnslu eða meðhöndlun upplýsinga fyrir aðila á Ólafsfirði og með fjarvinnslumöguleikum er hægt að nýta þekkingu sem er til staðar á Akureyri til að svara viðkomandi þörf. Sú kunnátta sem er fáanleg á Akureyri er hins vegar ekki það eina sem þarf, því í þessu dæmi er svo komið að nauðsynlegar upplýsingar til vinnslu verkefnisins eru í höndum aðila í Reykjavík. Gagnaflutningsmöguleikar nýtast nú og upplýsingarnar eru sendar til verktakans á Akureyri sem vinnur með upplýsingarnar og skapar aukin verðmæti sem nýtast á Ólafsfirði.

Gagnavinnslubúnaður getur samanstaðið af stórum "mainframe" tölvum eða litlum einkatölvum. Stærð tölva skiptir ekki máli hvað varðar fjar- og gagnavinnslu, enda er tölvupóstsending einfalt dæmi um fjarvinnslu. Það sem skiptir máli er að í þessum stóru og litlu tölvum á sér stað vinnsla með upplýsingarnar sem í þeim eru, þannig að eðli/gildi upplýsinganna breytist.

Samskiptamöguleikinn, sem er þessi viðbót við gagnavinnsluna og gerir fjarvinnslu mögulega, er best útskýrður með því að segja að möguleiki véla til að tala saman sé myndaður. Gagnavinnslubúnaður getur því tekið á móti og sent upplýsingar. Það sem er mikilvægt er að samskiptabúnaðurinn getur flutt upplýsingar frá einum stað til annars þannig að innhald og útlit er (nánast) algerlega í upphaflegri mynd.

Fjar- og gagnavinnslukerfi felur því í sér búnað til gagnavinnslu og samskiptabúnað til flutnings á upplýsingum án þess að þær aflagist eða breytist. Með viðeigandi uppsetningu er hægt að mynda möguleika á vinnslu af þessu tagi milli hvaða staða sem er, og tölvum af ólíkum gerðum og stærðum gert kleift að senda og taka á móti upplýsingum frá hvorri annarri.

Mynd 3.2 Samskipti á milli tölva í fjar- og gagnavinnslu.

Þegar upplýsingar eru sóttar í uppsprettu/fyrirtæki sem fyrirfinnst á Internetinu er oft á tíðum hægt að nálgast á Internetinu nauðsynlegan búnað til að túlka eða þjappa upplýsingum.
Í fjar- og gagnavinnslu geta samskipti átt sér stað með ýmsum hætti, t.a.m. í riti, tali, mynd, og hljóði. Hægt er m.ö.o. að senda texta, hljóðupptökur, mynd- og hljóðupptökur og tala beint (t.d. í síma). Það er sama hvaða tegund af samskiptum um er að ræða, því fjögur atriði verða ávallt að vera til staðar til að geta komið á gagnvirkum samskiptum; sendandi, upplýsingar, undirbygging/upplýsingaleiðarar og móttakandi. Sendandi skapar, safnar og/eða vinnur með upplýsingar og sendir með viðeigandi hætti á upplýsingaleiðurum til móttakanda. Upplýsingaleiðarar, sem flytja skilaboðin geta verið koparvírar, loftnetskaplar, símakaplar, örbylgjur, ljósleiðarar o.fl. Fjarlægðin á milli þeirra er stunda fjar- og gagnavinnslu getur verið nokkrir metrar en einnig mörg þúsund kílómetrar, en það ákvarðast oft af fjarlægðinni með hvaða móti upplýsingar eru fluttar á milli staða, en í þessari samskiptakeðju sem öðrum má enginn hlekkur gefa sig, þá getur flutningurinn ekki átt sér stað. Þegar upplýsingavinnsla á sér stað með aðstoð umræddrar tækni má segja að hugtökin tími og rúm verði afstæð.

Mynd 3.3 Upplısingavinnsla í fjar- og gagnavinnslu.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is