5.1 Greining á verkefnahugmyndum fyrir Eyjafjarðarsvæðið

5.1.1 Eðlisleg flokkun verkefnahugmynda

Eins og fyrr hefur verið greint frá var skýrsla Iðntæknistofnunar Íslands (ITÍ) "Nýsköpun í gagna- og fjarvinnslu á landsbyggðinni" höfð til grundvallar þessu verkefni hvað varðar greiningu hugmynda að verkefnum á sviði fjar- og gagnavinnslu. Ástæðan er sú að í henni er safn verkefnahugmynda sem búið er að meta að hægt sé að vinna á landsbyggðinni.

Í skýrslunni voru verkefnin flokkuð eftir eðli þeirra og umfangi við framkvæmd og úrvinnslu. Í töflu 5.1 er gróf lýsing á flokkun verkefna úr skýrslu ITÍ.

Eðli verkefna Stutt lýsing Framkvæmd/úrv. Stutt lýsing
1. Þjónustuverkefni Ekki sérþekking A Auðvelt/lítill ko.
2. Yfirfærsluverkefni Sérþekking B Auðvelt/kostn.
3. Þróunarverkefni Nýsköpun/aðlög. C Erfitt/dýrt

Tafla 5.1 Flokkun verkefnishugmynda.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is