5.1.2.
Síun og val verkefnahugmynda
Í
skýrslu ITÍ voru alls skilgreindar 211 verkefnahugmyndir.
Frá upphafi var ákveðið að taka ekki til
skoðunar verkefni sem féllu í A flokk. Við
það minnkaði hugmyndabankinn í 165 hugmyndir.
Augljóst var að ómögulegt yrði að
taka til skoðunar 165 verkefnahugmyndir og nauðsynlegt að
fækka í hugmyndabankanum. Áður en það
var gert var þátttakendum stýrihóps gefinn
kostur á því að bæta við verkefnahugmyndum
og var það gert með hugarflugi.
Frekari
síun á hugmyndum fór fram, samhliða mikilvægisgreiningu
á samskonar hátt og síun auðlinda- og hæfnisþátta.
Áður en það var gert var búið að
sía út verkefnahugmyndir sem þóttu vera
svipaðar hvorri annarri í hugmyndabanka úr skýrslu
ITÍ. Að þessu loknu voru 117 verkefnishugmyndir
eftir sem fóru áfram í mikilvægisgreiningu
og frekari síun.
Mikilvægisgreiningin
var framkvæmd með sömu aðferð og mikilvægisgreining
auðlinda- og hæfnisþátta og var framkvæmd
á meðal þátttakenda stýrihóps.
Að þessu sinni þurftu þátttakendur
að gefa verkefnihugmyndum stig á bilinu 1 - 25 (25 mikilvægast
og 1 minnst mikilvægast). Tilgangur mikilvægisgreiningar
var í fyrsta lagi að greina mikilvægustu verkefnin
og þar með fækka í hugmyndabankanum og í
öðru lagi að gefa verkefnishugmyndum hlutfallslegt
vægi fyrir úrvinnslu tengslarits.
Í
mikilvægisgreiningu og síun fengu 45 verkefnishugmyndir
stig, þ.a.l. féllu út 72 verkefnishugmyndir.
Í
töflu 5.2 á næstu síðu sést
hvernig verkefnin röðuðust eftir mikilvægi, samkvæmt
mikilvægisgreiningunni. Fyrsti dálkurinn í töflunni
sýnir í hvaða flokki viðkomandi verkefni er,
eins og útskýrt var í kafla 4.3.1 hér
á undan. Fyrst er sýnd flokkun verkefna eftir fjölda
og uppsöfnuðu hlutfallslegu mikilvægi.
Flokkun
verkefna |
Fjöldi
|
%
mikilvægi
|
C3
(þróunarverkefni á sérfræðistigi) |
18
|
58,3%
|
C2
(yfirfærsluverkefni á þróunarstigi) |
1
|
3,3%
|
B3
(þróunarv. sem krefjast kostnaðar) |
13
|
18,4%
|
B3
(yfirfærsluv. sem krefjast kostn.) |
10
|
11,8%
|
B1
(þjónustuv. sem krefjast kostn.) |
3
|
8,2%
|
Tafla
5.2 Eðlisflokkun verkefna eftir fjölda hlutfallslegu mikilvægi.
Það
er athyglisvert að fjöldi verkefna í hverjum flokki
að lokinni mikilvægisgreiningu, er í svipuðu
hlutfalli og áður en mikilvægisgreining var framkvæmd.
Verkefni
í flokknum C3 eru talin vera hlutfallslega mikilvægust
fyrir Eyjafjarðarsvæðið sem getur verið lýsandi
fyrir metnaðinn fyrir hönd svæðisins. Þetta
eru verkefni sem þurfa tíma til að þróast
og krefjast jafnframt mikillar sérfræðiþekkingar
ef þau eiga að komast á legg og stuðla að
frekari nýsköpun í atvinnulífinu.
Tafla
5.3 Röðun verkefna eftir mikilvægi.
Annað
sem er athyglisvert er að svokölluð yfirfærsluverkefni,
þ.e. verkefni sem hægt er að flytja frá höfuðborgarsvæðinu
út á landsbyggðinina, voru ekki talin eins hlutfallslega
mikilvæg og þróunarverkefni eða nýsköpunarverkefni.
Ennfremur er athyglisvert hversu fá þjónustuverkefni
voru valin en það eru verkefni sem hægt er að
koma á með töluvert minni tilkostnaði en önnur.
Rétt er þó að endurtaka að verkefni
í A flokki voru ekki tekin með í greininguna.
Undir þann flokk falla t.d. verkefni sem núverandi
starfsstöðvar Íslenskrar miðlunar í Ólafsfirði
og Hrísey hafa stefnt að því að sinna.
Það virðast því vera skýr skilaboð
í gegnum mikilvægisgreininguna að það
sé ekki ákjósanlegur kostur að móta
stefnu um að byggja fjar- og gagnavinnslu í Eyjafirði
á verkefnum sem krefjast lítillar sérfræðiþekkingar
og lítils stofnkostnaðar.
Bent
er á að í viðauka skýrslunnar má
sjá lista yfir allar verkefnishugmyndir sem fóru í
mikilvægisgreiningu og niðurstöðu hennar.
|