6.1.1
Í hverju felst meginhæfni Eyjafjarðar?
Hér
er fjallað um meginhæfni Eyjafjarðar á almennan
hátt en hún byggir m.a. á niðurstöðum
SVÓT-greiningar í 4. kafla skýrslunnar.
Tekið
er fram að einstakar atvinnugreinar voru ekki metnar og því
ber ekki að túlka niðurstöðuna hér
á eftir á þann veg að horft sé fram
hjá núverandi hæfni fyrirtækja og stofnana
svæðisins á hinum ýmsum sviðum. Verður
hér því einungis drepið á nokkur
atriði sem lýsa almennri meginhæfni svæðisins.
Með
tilkomu Háskólans á Akureyri og samstarfsstofnana
hans, er óhætt að fullyrða að meginhæfni
svæðisins hafi stóraukist undanfarin ár
og komi til með að vera ein lykilforsenda þess að
fjar- og gagnavinnsluverkefni verði að veruleika. Því
til staðfestingar má nefna að á milli kennslusviða
háskólans og atvinnulífsins hefur myndast öflugt
samspil sem mun í framtíðinni auka meginhæfni
svæðisins. Er hér nóg að nefna tengsl
háskólans við heilbrigðisstofnanir og menntastofnanir.
Háskólinn á Akureyri styður og örvar
atvinnulífið á víðtækan hátt
og eykur um leið hæfni atvinnulífsins með því
að skapa grundvöll fyrir þróun þekkingar
á svæðinu er grundvöllur þess að
hægt verði að koma á laggirnar metnaðarfullum
verkefnum á sviðum fjar- og gagnavinnslu.
Innan
Fjórðungssjúkrahússins hefur eins og fyrr
segir, skapast afar verðmæt hæfni og þekking
á ákveðnum sviðum læknavísinda,
hjúkrunar o.frv., og státar svæðið af
mjög öflugri heilbrigðisþjónustu á
landsvísu. Þessi hæfni hefur þróast
á meðal starfsfólks sjúkrahússins
og hefur samspil háskólans og FSA haft þar mikið
að segja. Sem dæmi má nefna að nemar í
hjúkrunarfræði við Háskólann
á Akureyri fá starfsþjálfun sína
á FSA og Heilsugæslustöðinni á Akureyri
og eiga þar til aðgang að öflugum vinnustað
þegar námi lýkur.
Mynd
5.3 Frá auðlindum og hæfni til samkeppnisforskots.
Þekking
í sjávarútvegi er mikil á svæðinu
þar sem hér starfa tvö af öflugustu og þróuðustu
sjávárútvegsfyrirtækjum landsins, ÚA
og Samherji, ásamt fleiri matvælafyrirtækjum
á sviðum fiskvinnslu. Hér gildir líka að
sterkt samspil er á milli menntastofnana svæðisins,
sjávarútvegsdeildar háskólans, Útvegssviðs
VMA á Dalvík og sjávarútvegssfyrirtækja
á svæðinu. Almenn hæfni, í formi sérfræðiþekkingar,
í tölvu- og upplýsingatækni hefur aukist
mikið undanfarin ár og starfa á svæðinu
nokkuð mörg fyrirtæki á þessu sviði.
Segja
má að hæfni af því tagi sem fjallað
er um hér að ofan, sé mikilvægt að skerpa
og efla til að mynda megi gott samkeppnisforskot á þessum
sviðum, en fjallað er um samkeppnisforskot hér á
eftir. Framangreinda meginhæfni, sem og aðra, má
m.a. efla með því að hagnýta sér
tækifæri sem felast í fjar- og gagnavinnslu.
Eins
og kemur fram í 4. kafla skýrslunnar, var svæðið
aðallega metið út frá auðlinda- og hæfnisþáttum
fyrir fjar- og gagnavinnslu þar sem markmiðið var
m.a. að fá vitneskju um almenna styrkleika og veikleika
svæðisins til að geta hagnýtt tækni fjar-
og gagnavinnslunnar og þeirrar þekkingar sem er til
staðar á svæðinu. Þrátt fyrir
að þar komi fram að tæknileg atriði varðandi
fjar- og gagnavinnslu, sérfræðiþekking og
þekking í tölvufræði og upplýsingatækni
séu taldir til veikleika svæðisins, þá
eru menntastofnanir og fyrirtæki á þessum sviðum
samt hluti af meginhæfni svæðisins, þar sem
þau eru til staðar og er hægt að efla þau
og bæta.
Tekið
skal fram að skýrsluhöfundar eru meðvitaðir
um það að svæðið er hæft á
fleiri og/eða komi til með að geta þróað
meginhæfni á öðrum sviðum en hér
eru nefnd, ekki síst á sviði ferðamála.
|