6.1.2
Samkeppnisforskot
Í
hverju felst samkeppnisforskot?
Stundum er erfitt að skilja hvers vegna hlutirnir ganga sérstaklega
vel á ákveðnum svæðum frekar en öðrum.
Við sjáum lönd eða landsvæði erlendis
sem geta ekki talist auðlindarík en ná þó
ótrúlegum árangri í stjórnun
efnahags og framþróun lífsgæða. Sum
landsvæði hafa náð góðum árangri
á afar skömmum tíma, og nægir þar
að nefna Japan og nýlegt dæmi er Írland.
Michael
Porter leggur áherslu á að hagsæld landsvæða
séu sjálfsköpuð en ekki arfur. Hann segir
samkeppnishæfni svæða ráðast að hluta
til af hæfileikanum til að nýskapa og koma fram
með nýjar lausnir á þekktum vandamálum.
Það eykur hæfni fyrirtækja og svæða
alþjóðlega ef í samfélaginu er mikil
samkeppni fyrir, og kröfuharðir viðskiptavinir. Um
leið og samkeppni á meðal nútímafyrirtækja
byggir í auknum mæli á sköpun og notkun
þekkingar hefur hlutverk landsvæða sem slíkra
orðið mikilvægara. Samkeppnisforskot svæða
kemur gjarnan fram
í
samkeppnisforskoti fyrirtækjanna sem þar er að finna.
Þegar fyrirtæki reyna að mynda samkeppnisforskot
kemur í ljós að þau eru háð ýmsum
þáttum í umhverfinu sem þau starfa í.
Spurningin er hvernig búið er að fyrirtækjunum,
hvaða magn er af hæfu starfsfólki í viðkomandi
umhverfi, hvernig aðgangur er að fjármagni o.s.frv.
Jafnvel gildi og viðmið viðkomandi samfélags,
menning og auðvitað gerð hagkerfis, hafi áhrif
á hæfileikann til að keppa.
Mynd
5.4 Frá auðlindum og hæfni til samkeppnisforskots.
Umfjöllunin
hér á undan er til að sýna fram á
hvaða leiðir eru færar til að mynda öflugt
samkeppnisforskot fyrir Eyjafjarðarsvæðið með
til að mynda fjarvinnslutækni, núverandi þekkingu
og þekkingu framtíðarinnar. Samkeppnisforskot verður
ekki til af sjálfu sér og því er nauðsynlegt
að sveitarfélög, hagsmunafélög, fyrirtæki
og stofnanir sjái hag sinn í því að
snúa bökum saman og sameinast um samkeppnisforskot,
sbr. umfjöllun í 2. kafla skýrslunnar.
Hvert
er samkeppnisforskot Eyjafjarðar?
Almenn þekking og hæfni á svæðinu í
sjávarútvegi, þ.m.t. innan upplýsingatækninnar,
er svið þar sem hægt er að segja að Eyjafjarsvæðið
hafi nú þegar náð ákveðnu samkeppnisforskoti.
Þetta er svið sem Eyjafjarðarsvæði getur
haldið áfram að ná frekari yfirburðum
á í framtíðinni, innlands og jafnvel alþjóðlega.
Eins og fyrr segir er þarna um að ræða samspil
þeirra hæfu fyrirtækja á sviði sjávarútvegs
sem á svæðinu eru og Háskólans á
Akureyri, í samvinnu við stoðstofnanir sjávarútvegs
í landinu. Myndast hefur mikil hæfni meðal þeirra
fyrirtækja sem þjóna sjávarútvegsfyrirtækjum
á sviði upplýsingatækni. Þetta er
svið sem hægt er að sinna vel með aðstoð
fjarvinnslutækni og því vissulega ástæða
til að gefa þessum möguleika gaum og byggja frekar
upp þessa þekkingu, sem ætti svo að vera hægt
að selja um allt land og út fyrir landsteinana með
aðstoð fjar- og gagnavinnslulausna.
Niðurstaða
verkefnisins bendir ótvírætt til þess
að á heilbrigðissviði liggi m.a. mestu framtíðarmöguleikar
svæðisins. Á Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri hefur myndast sérhæfni, meðal
lækna og annars starfsfólks, og yfirburðir á
vissum sviðum, sem fela eða geta falið í sér
samkeppnisforskot, jafnvel alþjóðlega. Nú
þegar er fjar- og gagnavinnslutækni nýtt í
fjarlækningaskyni, við myndgreiningar o.fl. Innan upplýsingatækninnar,
með áherslu á heilbrigðissvið, leynast
miklir möguleikar sem rétt er að athuga gaumgæfilega,
en margt mætti gera í þessu sambandi til að
þróa frekara samkeppnisforskot. Þessu til viðbótar
er hægt að benda á að samkvæmt niðurstöðu
tengslarits eru verkefni á heilbrigðissviði talin
vera vænlegust fyrir svæðið.
Undanfarin
ár hefur Eyjafjarðarsvæðið verið í
fararbroddi á landinu hvað varðar þróun
og framkvæmd fjarkennslu og er sú þekking sem
er til staðar grundvöllur fyrir áframhaldandi forskoti
á þessu sviði. Í þessu skyni má
nefna það starf og þá þekkingu sem
er innan Verkmenntaskólans á Akureyri og Háskólans
á Akureyri. Niðurstöður tengslarits staðfesta
þetta því á meðal 16 vænlegustu
verkefnahugmynda voru nokkur á kennslufræðilegu
sviði.
Að
lokum má nefna að það getur talist á
ákveðinn hátt samkeppnisforskot, að á
svæðinu er í boði rólegt og fjölskylduvænt
umhverfi á sama tíma og bjóðast spennandi
störf við krefjandi verkefni.
|