Helstu niðurstöður

Aðrar niðurstöður

Skýrslan skilur eftir sig töluvert magn upplýsinga um stöðu svæðisins, sem hægt er að nýta til sams konar greininga fyrir aðrar atvinnugreinar, ásamt því að nýtast sem heimild fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á svæðinu.
Eyjafjarðarsvæðið er fyrsta landssvæðið sem gerir heildstæða greiningu og heildstætt mat á stöðu svæðis fyrir fjar- og gagnavinnslu, en atvinnuþróunarsvæðum var uppálagt að ráðast í slíka vinnu í kjölfar skýrslu ITÍ.
Með greiningu á auðlinda- og hæfnisþáttum svæðisins og vali á verkefnum, er samhliða búið að búa til upplýsingar svo hægt sé að færa sterkari rök fyrir því að ríkisstofnanir og aðrir aðilar sjái hag sinn í því að flytja verkefni frá höfuðborgarsvæðinu til Eyjafjarðar.
Unnið var staðbundið stöðumat á auðlinda- og hæfnisþáttum fyrir sveitarfélög innan starfssvæðis AFE í Eyjafirði.
Gerðar eru tillögur um að í framhaldi af skýrslunni verði unnið að ítarlegri greiningu á því hvernig Eyjafjarðarsvæðið getur byggt upp atvinnugreinar með því að nýta sér möguleika upplýsingatækninnar og skapað sér alþjóðlega samkeppnislega sérstöðu til lengri tíma litið.
Eitt af lykilatriðum í því að sveitarfélög innan Eyjafjarðar geti hagnýtt sér möguleika í fjar- og gagnavinnslu, er að marka sameiginlega stefnu sem lýsir sér m.a. í sameiginlegri þróun og markaðssókn.
Í þeim mörgu viðtölum og viðræðum sem áttu sér stað í tengslum við vinnslu skýrslunnar, kom margt athyglisvert fram. Þar má nefna atriði eins og að hindranir á svæðinu væru til að mynda hugarfarslegar, þ.e. að sjálfsmynd fólks, trú á eigin getu og hæfni, þyrfti að breytast. Einnig kom nokkuð skýrt fram nauðsyn þess að skapa á svæðinu skilyrði til að þróa þekkingu til lengri tíma litið og tjalda ekki til einnar nætur.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is