Helstu niðurstöður

Verkefnishugmyndir í fjar- og gagnavinnslu

Verkefnishugmyndir voru m.a. fengnar úr skýrslu ITÍ "Nýsköpun í gagna- og fjarvinnslu á landsbyggðinni", sem kom út í september 1999.
Eftir viðbætur á verkefnishugmyndum og fyrstu síun, stóðu eftir 117 fjölbreyttar verkefnishugmyndir sem farið var með í mikilvægisgreiningu og við það fækkaði hugmyndum í 45 sem unnið var áfram með í tengslariti fyrir lokaúrvinnslu.
Útbúin var svokölluð tengslamynd til að forgangsraða verkefnum með ákveðnum aðferðum og útreikningi þar sem tekið er tillit áhrifaþátta, þ.m.t. vægi auðlinda- og hæfnisþátta og voru tengsl þeirra metin við verkefnishugmyndir. Tengslin voru skilgreind á meðal þátttakenda í stýrihópi verkefnisins, sem og mat á tæknilegum örðugleikum, kostnaði og möguleika á framkvæmd.
Eftir útreikning úr tengslamynd var búið að forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi innan verkefnishópa og fyrir verkefnin í heild. Líta má á verkefnin 45 sem safn viðskiptahugmynda til áframhaldandi þróunar.

Fyrir lokaniðurstöður verkefnisins voru valin 3 verkefni. Þau voru úr hópi 16 verkefna sem fengu 2% eða meira af heildarstigafjölda úr útreikningi tengslamyndarinnar.

Verkefnin eru:

Upplýsingamiðstöð á heilbrigðissviði

Miðlæg skráning á lyfjum fyrir fólk í heilbrigðisgeiranum

Fjarkennslumiðstöð (kennsluefni fyrir Internetið)

Verkefnunum er lýst ítarlegar í tillögukafla skýrslunnar.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is