Samlegðaráhrif samstarfs smærri fyrirtækja Nýjir möguleikar og aukin hagkvæmni í rekstri
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar hefur tekið höndum saman við nokkra sjálfstætt starfandi aðila um að gefa litlum fyrirtækjum og sjálfstætt starfandi aðilum á Eyjafjarðarsvæðinu tækifæri til að skoða samstarfsmöguleika sína við aðra aðila í sömu eða svipaðri aðstöðu.
Í einhverjum tilfellum er mögulegt að lækka fastan kostnað með samnýtingu og í öðrum tilfellum er hægt að auka þjónustu og faglega breidd með samstarfi við aðra fagaðila í svipuðum eða tengdum greinum.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Bjarkar Sigurgeirsdóttur, verkefnastjóra mennta-og rannsóknarklasa fyrir mánudaginn 10. október með tölvupósti á netfangið: