Fréttir

Almennt | 18. júlí 2006 - kl. 09:11

Ályktun stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um lengingu Akureyrarflugvallar.
Mikilvægt fyrir ferðaþjónustu og atvinnulífið í heild

Ályktun stjórnar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um lengingu Akureyrarflugvallar.

Að undanförnu hefur verið unnið að lengingu flugbrautar Akureyrarflugvallar. Lenging flugbrautarinnar er grundvallaratriði varðandi framtíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn og skapar mikil sóknarfæri, bæði fyrir ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi og fyrir atvinnulífið í heild og er þessi framkvæmd í fullu samræmi við þá vinnu sem nú er í gangi með Vaxtarsamningi Eyjafjarðar um eflingu svæðisins og aukna samkeppnishæfni fyrirtækja.

Í ljósi þessa og vaxandi mikilvægis samgangna við atvinnuuppbyggingu á svæðinu hvetur stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar ríkisstjórnina til að standa að fullu við fyrri áætlanir varðandi lengingu flugbrautarinnar á Akureyrarflugvelli.

Höf.

Póstlisti

Skráðu þig í póstlistann okkar

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Skipagata 9 - 600 Akureyri
Sími: 460 5700 - Fax: 460 5709 - Netfang: - Heimasíða: afe.is