Viðskipti við Kína Viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Peking kemur í heimsókn.
Petur Yang Li, viðskiptafulltrúi sendiráðsins í Peking mun heimsækja Norðlendinga föstudaginn 8. október næstkomandi. Petur, sem hefur unnið afar farsælt starf fyrir íslensk fyrirtæki á undanförnum 6 árum, mun verða með erindi á Akureyri, auk þess sem hann býður fyrirtækjum upp á einkaviðtöl.
Fyrirhugað er að Petur haldi erindi sitt að morgni föstudagsins og í framhaldi af því gefst fulltrúum fyrirtækja kostur á einkaviðtali við hann. Hér er á ferðinni kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki að kynna sér möguleika á viðskiptum við hinn sívaxandi Asíumarkað. Hægt er að fá nánari upplýsingar og skrá sig í einkaviðtöl hjá AFE í síma 460-5700 eða í