Inngangur

Tilgangur verkefnis

Í allri þeirri umræðu um fjar- og gagnavinnslu, sem þátt í að snúa við óæskilegri þróun í byggðamálum, er ljóst að mikilvægt er að greina getu og hæfni þeirra samfélaga um landið sem vilja taka að sér verkefni sem að öðrum kosti væri hægt að vinna annars staðar. Með öðrum orðum, skilgreina hvernig samfélögin eru í stakk búin til að glíma við flókin verkefni sem nútímagagnaflutningstækni gerir kleift að flytja til vinnslu á stöðum, fjarlægum þeim sem þörfin fyrir verkefninu, er fyrir hendi. Hvernig eiga svæði að geta krafist þess að fá verkefni af ákveðnu tagi ef ekki er hægt að benda á hæfni þess og möguleika til að glíma við slík verkefni?

Þessi skýrsla er, eins og nafnið gefur til kynna, úttekt á möguleikum Eyjafjarðarsvæðisins til fjar- og gagnavinnslu, þar sem tilgangurinn er að öðlast þekkingu á því hvernig svæðið er í stakk búið til að sinna verkefnum, sem nýta fjar- og gagnavinnslutækni. Þetta telja skýrsluhöfundar að sé best gert með úttekt á þeim auðlinda- og hæfnisþáttum sem eru mikilvægir fyrir lausn á verkefnum af þessu tagi. Að sjálfsögðu er ekki hægt að gera fullkomlega tæmandi úttekt í þessum efnum, þar sem það fer eftir eðli verkefna hvaða auðlindir eru nauðsynlegar. Mikilvægt er að hafa í huga að fjar- og gagnavinnsla er ekki sérstakur atvinnuvegur, heldur er um að ræða nýjar leiðir við að leysa verkefni í hinum ýmsu atvinnugreinum, óháð tíma og rúmi. Þar af leiðandi verið um sóknartækifæri að ræða fyrir byggðir landsins til að skapa ný atvinnutækifæri og sporna þar með við fólksflótta úr byggðarlögunum.

Rannsóknarspurning
Uppbygging skýrslu


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is