1.3 Greiningar- og úrvinnslutæki

1.3.1 Matslisti

Fyrir ítarlegu viðtölin var útbúinn matslisti til að meta auðlinda- og hæfnisþætti svæðisins, með tillliti til fjar- og gagnavinnslu. Matslistinn formaði umræðuefni viðtalanna þar sem þátttakendur voru látnir meta hæfni svæðisins á hlutlægan hátt og rökstyðja matið. Mælikvarði matslistans var á bilinu -2 til +2 samkvæmt eftirfarandi:

MÆLIKVARÐI
LÝSING
- 2
Mjög slæmt
- 1
Slæmt
0
Viðunandi
+ 1
Gott
+ 2
Mjög gott

Tafla 1.1 Mælikvarði matslista.

Niðurstöður úr matslistanum sýndu hlutlægt mat á stöðu svæðisins sem voru nýttar til að framkvæma SVÓT-greiningu fyrir svæðið ásamt niðurstöðum úr mikilvægisgreiningu.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is