1.3.2
Mikilvægisgreining
Mikilvægissgreining
var gerð til að gera upp á milli auðlinda- og
hæfnisþátta og verkefnishugmynda og gefa þeim
vægi fyrir útreikning í tengslariti. Ennfremur
til að framkvæma SVÓT-greiningu, eins og minnst
hefur verið á.
Mikilvægisgreiningin
var framkvæmd samkvæmt aðferðinni Nominal Group
Technique (NGT). Aðferðin er einföld en árangursrík
og góð til notkunar þegar gefa þarf huglægum
þáttum hlutlægt vægi, sem og til að
gera upp á milli og ná samkomulagi um tiltekin atriði.
Í grófum dráttum byggist aðferðin á
því að hópur fólks gefur tilteknum
fjölda atriða (t.d. hugmyndum úr hugarflugi) stig
eftir mikilvægi (t.d. á mælikvarðanum 1 -
5) og síðan er reiknaður út heildarfjöldi
stiga og atriðum raðað eftir fjölda stiga. NGT
er oft kölluð "sammælisaðferð",
þ.e. aðferð til að ná fram sammæli
innan vinnuhóps sem þýðir ekki að allir
innan hópsins séu fullkomlega sammála niðurstöðunni.
Annar kostur aðferðarinnar er að öll sjónarmið
fá að komast að og niðurstaðan verður
hlutlæg og þar með ótvíræð.
Í
mikilvægisgreiningunni gáfu þátttakendur
auðlinda- og hæfniþáttum stig á bilinu
1 til 10 (10 mikilvægast og 1 minnst mikilvægast) en
verkefnishugmyndum stig á bilinu 1 til 25 (25 mikilvægast
og 1 minnst mikilvægast).
|