3.2.2
Aðgangsnet Landssímans
Aðgangsnet
Landssímans er byggt upp af tveimur megin þáttum; koparkerfinu sem
sett var upp fyrir hefðbundna símaþjónustu og breiðbandskerfinu
sem verið er að setja upp til að mæta kröfum framtíðarinnar. Koparkerfið
er byggt upp af stofnstrengjum með allt að 1000 línum sem lagðir
eru út í greinikassa þar sem strengir með færri línum taka við.
Strengirnir liggja að lokum inn í götukassa eða fjölbýlishús þaðan
sem einstaka línur liggja til íbúðanna. Þetta er sýnt til glöggvunar
á myndinni hér að neðan.
Mynd
3.3 Koparkerfi Landssímans í þéttbýli.
Breiðbandskerfið
er byggt upp til leysa koparkerfið af hólmi þegar
fram líða stundir og koparkerfið mun ekki geta annað
fjarskiptaþörfum almennings og fyrirtækja. Breiðbandskerfið
byggir á því að lagðir eru ljósleiðarar
frá símstöðvum út í götuskápa.
Í götuskáp er greiningarbúnaður sem
breytir ljósi yfir í rafmerki og er kóax strengur
notaður seinasta spölinn til notenda, allt að 300 m.
Jafnframt er í undirbúningi að leggja ljósleiðara
frá götuskápum og alla leið heim til notenda
í einbýlis og raðhúsum. Þegar eru
lagðir ljósleiðarar í fjölbýlishús
og til stærri fyrirtækja. Fyrirkomulag breiðbandskerfisins
íslenska er nefnt FTTC (Fibre To The Curb) og er sýnt
á mynd 3.4 á næstu síðu.
Mynd
3.4 Fyrirkomulag breiðbandskerfis Landssímans.
Í gegnum
tíðina hafa símafyrirtæki lagt meira fé í aðgangsnetin en nokkurn
annan lið. Því skiptir miklu að geta nýtt fjárfestinguna sem lengst.
Hér kemur DSL tæknin til hjálpar því með henni er unnt að flytja
breiðbandsmerki á koparkerfi með allt að 8 Mb/s hraða heim til notenda.
Þessi lausn mun væntanlega duga nokkuð fram á fyrsta tug nýrrar
aldar en þá verður óhjákvæmilegt annað en að flytja merkin með ljósleiðara
mestan hluta leiðarinnar. Þegar er komin fram lausn sem hentar vel
fyrir núverandi fyrirkomulagi breiðbands Landssímans en hún er nefnd
VDSL. Ljósleiðari ber merkin frá símstöð til götuskáps þar sem VDSL
búnaðurinn breytir þeim í rafmerki og notast við koparlínu seinasta
hluta leiðarinnar. Með þessu móti er hægt að flytja allt að 60 Mb/s
heim til notenda.
|