3.4.3
Er verðlagning Landssímans hindrun fyrir landsbyggðina?
Allt
tal um mikilvægi upplýsingatækni fyrir byggðaþróun
er til lítils ef ekki er gætt jafnræðis við
verðlagningu á gjöldum fyrir not á tækninni.
Eins og sjá má á dæmunum um Frame Relay
tengingu er kostnaðarlegur munur á stofn- og mánaðargjöldum
enginn, en á 2 Mb/s sýndarrás upp á
kr. 135.900 á tengingu á milli Akureyrar og Reykjavíkur
og aðila innan Reykjavíkur. Eins og sjá má
á dæmunum um leigulínur er kostnaðarlegur
munur á bæði stofngjöldum og mánaðargjöldum
innan aðila í Reykjavík eða milli Reykjavíkur
og Akureyrar. Munurinn á stofngjöldum er kr. 150.431,
en á mánaðargjöldum kr. 209.198, og samtals
kr. 359.629. Hér er því um umtalsverðan
mismun að ræða, sem hlýtur að skipta miklu
máli hvað varðar rekstrarlega og samkeppnislega stöðu
fyrirtækja, sem eru að keppa á sama markaði.
Af
ofansögðu er ljóst að mögulegur flöskuháls
fyrir þróun fjar- og gagnavinnslu á landsbyggðinni,
er m.a. nokkuð óheppileg verðlagning Landssíma
Íslands á gagnaflutningsþjónustu fyrir
landsbyggðina. Ef þessu verður ekki breytt verður
gífurlega erfitt fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni
að standast samkeppni við sambærileg fyrirtæki
á höfuðborgarsvæðinu nema ríkið
geri þeim það fjárhagslega kleift í
formi peningalegra byggðaaðgerða.
Samgönguráðherra,
Sturla Böðvarsson, hefur lýst því yfir
að hann leggi mikla áherslu á að sköpuð
verði skilyrði til þess að fyrirtæki á
landsbyggðinni geti keppt á jafnréttisgrundvelli
á þessu sviði. Þrátt fyrir það
er verðmunurinn enn alltof mikill og ljóst að meira
þarf að koma til hjá samgönguráðherra.
|