4.2.1
Greining á mikilvægi auðlinda- og hæfnisþátta
Greining
á mikilvægi auðlinda- og hæfnisþátta
var framkvæmd eins og lýst er í kafla 1.3.2.
Með þessari aðferð höfðu allir þátttakendur
kost á því að koma sinni skoðun á
framfæri, ásamt því að niðurstaðan
varð hlutlæg og ótvíræð, eins
og þegar hefur komið fram.
Tilgangur
mikilvægisgreiningarinnar er í fyrsta lagi að fá
vægisstuðla á auðlinda- og hæfnisþætti
fyrir útreikning í tengslariti ásamt því
að fá sterkari rökstuðning fyrir gerð SVÓT-greiningar
og þar með greiningu á kjarnahæfni Eyjafjarðarsvæðisins
í fjar- og gagnavinnslu.
Þeir
sem tóku þátt í mikilvægisgreiningunni
voru þátttakendur stýrihóps og starfsmenn
AFE. Þátttakendur gáfu auðlinda- og hæfnisþáttum
stig á bilinu 1-10.
Mynd
4.2: Niðurstöður mikilvægisgreiningar á
auðlinda- og hæfnisþáttum
Af
42 auðlinda- og hæfnisþáttum, sem skilgreindir
voru í stýrihópi, fengu 26 stig úr mikilvægisgreiningunni.
Aðrir þættir féllu þar með út
og voru ekki notaðir í áframhaldandi greiningu.
|