4.3 Staša aušlinda- og hęfnisžįtta Eyjafjaršar ķ fjar- og gagnavinnslu

4.3.1 Almenn túlkun samkvæmt niðurstöðu úr matslistum

Meðaltal svæðisins úr matslistum (ítarlegu viðtölunum) mældist +0,9, sem samkvæmt mælikvarða matslistans þýðir að heilt yfir telst svæðið gott hvað varðar auðlindir og hæfni til að byggja upp atvinnumöguleika í fjar- og gagnavinnslu.

Rétt er að draga ekki of sterkar ályktanir út frá meðaltalsgildi fyrir svæðið í heild. Í samhengi við meðaltalið er nauðsynlegt að skoða hvernig svörin dreifðust á mælikvarðanum sem var notaður, þ.e -2 til +2. Staðalfrávikið mældist 0,6 en svörin dreifðust frá því að vera -0,4 til 1,7 sem gefur enn betri mynd af stöðunni. Meðaltalsgildið bendir hins vegar til þess að flest svörin séu jákvæð, eins og sjá má á mynd 4.4. Á þeirri mynd eru einungis sýndir auðlinda- og hæfnisþættir sem stóðust lokasíun sem framkvæmd var með mikilvægisgreiningunni. Sjá má að einungis þrír auðlinda- og hæfnisþættir mældust neikvæðir að meðaltali yfir allt svæðið, sem er í sjálfu sér ekki slæm niðurstaða og því auðvelt að draga strax ályktun um að Eyjafjarðarsvæðið sé vel hæft til að taka að sér metnaðarfull verkefni á sviði fjar- og gagnavinnslu.

Það sem þarf að athuga áður en sterkar ályktanir eru dregnar er að skoða sérhvern auðlinda- og hæfnisþátt fyrir sig eftir að búið er að greina mikilvægi þeirra og gefa þeim hlutfallslegt vægi. Einnig þarf að athuga að sumir auðlinda- og hæfnisþættir flokkast undir að vera svokallaðir "jaðarþættir". Skilgreina má jaðarþætti sem þætti sem taldir eru skipta máli en hafa ekki endanlega úrslitaáhrif. Dæmi um jaðarþætti eru samfélagslegir þættir og veðurfar. Með lokasíuninni, þ.e. mikilvægisgreiningunni sbr. mynd 4.4, er að einhverju leyti búið að draga úr áhrifum sumra "jaðarþátta" og eðlilegt að meta svæðið m.t.t. þess og hlutfallslegs vægis einstakra þátta.

Til glöggvunar er bent á mynd 4.2 á sem sýnir niðurstöðu mikilvægisgreiningarinnar. Á þeirri mynd er auðlinda- og hæfnisþáttum raðað hlutfallslega upp eftir mikilvægi, óháð niðurstöðu úr stöðumati. Með þessari röðun á að vera búið að draga úr áhrifum fyrrnefndra jaðarþátta þannig að þeir vegi ekki meira en nauðsynlegt er og skekki ekki myndina af stöðu auðlinda og hæfni svæðisins. Við það að taka einnig tillit til mikilvægis auðlinda- og hæfnisþátta, en ekki eingöngu niðurstöður stöðumatsins breytist myndin af stöðu svæðisins. Því til stuðnings má nefna að tveir af þremur auðlinda- og hæfnisþáttum sem mældust neikvæðir úr stöðumatinu eru taldir vera mikilvægustu þættirnir. Á móti eru þeir þrír þættir sem mælast jákvæðastir á meðal þeirra sem taldir eru vera minnst mikilvægastir. Það rökstyður enn betur hvað það er mikilvægt að horfa ekki blákalt á niðurstöður stöðumatsins úr ítarlegu viðtölunum. Þessu er gerð betri skil í kafla 4.3.2. hér á eftir.

Mynd 4.4 Töluleg dreifing aušlinda- og hęfnisžįtta į skalanum -2 til +2.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is