4.3 Staša aušlinda- og hęfnisžįtta Eyjafjaršar ķ fjar- og gagnavinnslu

4.3.2. Niðurstaða í formi SVÓT-greiningar

Auðlinda- og efnisþættir
% vægi
Mat
Flutningsgeta gagna
16,4%
-0,3
Tungumál (enska)
10,9%
-0,2
Sérfræðiþekking
9,5%
0,5
Tölvufræði og upplýsingatækni
8,0%
0,5
Síma- og fjarvinnslubúnaður
6,6%
0,7
Framtiðarþekking
5,9%
1,3
Rannsóknarstofnanir
4,8%
1,3
Tölvubúnaður (hardware)
4,5%
1,1
Hugbúnaður (software)
4,3%
1,0
Tölvuþjónusta (fyrirtæki)

3,9%

0,9
Samskiptabúnaður
3,9%
0,9
Atvinnuþróun
3,2%
1,4
Framtíðarmöguleikar
3,0%
1,3
Fjarkennsla
3,0%
0,4
Stöðuleiki vinnuafls
2,0%
1,7
Fjölbreytileiki atv.l.
2,0%
0,3
Tungumál (norðurlandamál)
1,8%
-0,4
Fjarmálavinnsla
1,4%
0,4
Atvinnuhúsnæði
0,9%
1,6
Tölvuþjónusta (fyrir einstaklinga)
0,9%
1,6
Áhrif veðurs á byggð
0,9%
1,3
Byggðamál
0,9%
0,3
Heilsugæsla
0,7%
1,3
Flug
0,2%
1,6
Vegsamgöngur
0,2%
1,6
Fjarfundir
0,2%
0,0

Tafla 4.3 Samanburður á mikilvægi auðlinda- og hæfnisþátta og niðurstöðu stöðumats.

Áður en endanleg ályktun er dregin um hver staða Eyjafjarðar er í auðlinda- og hæfnisþáttum fyrir fjar- og gagnavinnslu í formi SVÓT-greiningar, er athyglisvert að skoða samanburð á milli hlutfallslegs mikilvægis auðlinda- og hæfnisþátta og tölulegra niðurstaðna úr stöðumati. Samanburðurinn sést í töflu 4.3.

Úr upplýsingum úr töflu 4.3 er auðveldara að draga sterkari ályktanir um hverjir séu raunverulegir styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri Eyjafjarðar í fjar- og gagnavinnslu og fá þar með raunverulegt mat á hæfni Eyjafjarðarsvæðisins til atvinnuuppbyggingar innan geira fjar- og gagnavinnslu. Í töflunni er samanburður á niðurstöðum úr stöðumati með matslistanum og mikilvægisgreiningunni og er auðlinda- og hæfnisþáttum að þessu sinni raðað eftir hlutfallslegu mikilvægi.

SVÓT-greiningin er byggð á upplýsingum úr töflu 4.3 en ekki eingöngu út frá niðurstöðu stöðumatsins eins og komið hefur fram. Því geta auðlinda- og hæfnisþættir talist til veikleika eða ógnana, sem í sjálfu sér fengu ekki slæma útkomu úr stöðumatinu eins og drepið hefur verið á í þessum kafla.

Styrkleikar
Veikleikar
Þáttur
Vægi
Mat
Þáttur
Vægi
Mat
Rannsóknarstofnanir
4,8
1,3
Gagnafluttningsgeta
16,4
-0,3
Tölvubúnaður (hardware)
4,5
1,1
Tungumál (enska)
10,9
-0,2
Hugbúnaður (software)
4,3
1,0
Tungumál (norðurlandamál)
1,8
-0,4
Atvinnuþróun
3,2
1,4
Sérfræðiþekking
9,5
0,5
Stöðuleiki vinnuafls
2,0
1,7
Tölvufræði og upplýsingatækni
8,0
0,5
Atvinnuhúsnæði
0,9
1,6
Tölvuþjónusta (einstaklinga)
0,9
1,6
Heilsugæsla
0,7
1,3
Flugsamgöngur
0,2
1,6
Vegasamgöngur
0,2
1,6
Samskiptabúnaður
3,9
0,9
Ógnanir
Tækifæri
Þáttur
Vægi
Mat
Þáttur
Vægi
Mat
Fjölbreytileiki atvinnulífs
2,0
0,3
Framtíðarþekking v/tölvu- og uppl.t.
5,9
1,3
Íbúaþróun
0,9
0,3
Síma- og fjarvinnslubúnaður
6,6
0,7
Framtíðarmöguleikar
3,0
1,3
Áhrif veðurs á byggð
0,9
1,3
Fjarkennsla
3,0
0,4
Fjarfundir
0,2
0,0
Tölvuþjónusta (fyrirtæki)
3,9
0,9
Fjarmálavinnsla
1,4
0,4

Tafla 4.4 SVÓT-greining á auðlinda- og hæfnisþáttum fjar- og gagnavinnslu í Eyjafirði.

Til að draga ályktun um hvað lesa má úr SVÓT-greiningunni er t.a.m. hægt að skoða hversu mikið uppsafnað vægi hver flokkur hefur, ásamt fjölda auðlinda- og hæfnisatriða. Vægið er samanlagt vægi auðlinda- og hæfnisþátta innan flokka SVÓT-greiningarinnar. Þetta sést í töflu 4.5 hér að neðan.

Flokkur
Fjöldi þátta
Vægi (%)
Styrkleiki
11
25,6
Veikleiki
5
46,6
Ógnun
2
2,9
Tækifæri
8
24,9

Tafla 4.5 Ályktun úr SVÓT-greiningu.

Tafla 4.5 sýnir að hægt er að draga tvenns konar ályktanir úr SVÓT-greiningunni. Ef eingöngu er miðað við fjölda þátta, þá er hægt að draga þá ályktun að Eyjafjarðarsvæðið komi vel út úr greiningunni með flesta þætti sem styrkleika. Styrkleikar og tækifæri eru með 73% af fjölda þátta en veikleikar og ógnanir 27%. Eins og komið hefur fram skekkir það myndina að draga eingöngu ályktanir út frá fjölda þátta og gefa öllum þáttum jafnt vægi. Ef tekið er tillit til vægi þáttanna kemur önnur mynd í ljós. Veikleikaþættir hafa samtals 46,6% vægi, ógnanir 2,9% og samtals 49,5%. Miðað við fjölda þátta þá voru veikleikaþættir einungis 19,2% af heildarfjölda þátta.

Með tilliti til vægis auðlinda- og hæfnisþátta er núverandi staða Eyjafjarðarsvæðisins frekar veik og töluverð vinna sem bíður við að bæta veikleikaþætti almennt, sem skipta máli ef Eyjafjörður vill skapa sér samkeppnisyfirburði innan fjar- og gagnavinnslugeirans.


Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar - Strandgötu 29 - 600 Akureyri
Sími 4612740 - Fax 4612729 - Netfang: - Veffang: afe.is