4.4.1
Opnar spurningar
Eins
og komið hefur fram voru sendar tvær opnar spurningar
til valinna aðila á Eyjafjarðarsvæðinu.
Því miður höfðu alltof fáir áhuga
á því að svara spurningunum þrátt
fyrir ítrekaðar óskir um fleiri svör.
Spurningarnar
voru eftirfarandi:
1. |
Hvaða
styrkleika (yfirburði) hefur Eyjafjörður yfir önnur landsvæði
til að taka að sér verkefni í fjar- og gagnavinnslu? |
2. |
Hverjir eru veikleikar (hindranir) Eyjafjarðarsvæðisins í
samanburði við önnur landsvæði (þ.m.t. höfuðborgarsvæðið)
til að geta nýtt sér möguleika í fjar- og gagnavinnslu? |
Hér
á eftir er drepið á atriði sem komu fram hjá
þeim sem svöruðu, sem flestir eru í stjórnunarstöðum
í fyrirtækjum og stofnunum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Heilt
yfir má segja að svörin séu í takt
við niðurstöðu stöðumats á auðlinda-
og hæfnisþáttum. Dæmi um það
sem menn nefndu sem styrkleika svæðisins var stöðugt
vinnuafl og að þar væri gott að búa.
Einnig komu ábendingar um að svæðið hefði
enga sérstaka yfirburði fram yfir önnur landssvæði.
Hvað
varðar veikleika eða hindranir á svæðinu
komu fram atriði á borð við þekkingu og
menntun. Einnig nefndu menn kostnað sem hindrun fyrir svæðið
með tilvísun í gjaldskrá Landssímans
á leiguverði á leigulínum. Það
atriði var einnig ofarlega í huga þeirra sem tekið
var viðtal við enda eðlileg hindrun fyrir fjar- og gagnavinnslufyrirtæki
á landsbyggðinni að öllu óbreyttu.
Annað
athyglisvert sem kom í ljós úr svörunum
er að menn nefndu atriði eins og almennt viðhorf Eyfirðinga,
vantrú á eigin getu og hæfni og of mikla einblíni
á yfirfærslu starfa frá höfuðborg til
landsbyggðar án þess fólk gerði sér
nægilega grein fyrir því hvort um virðisaukandi
starfsemi sé að ræða eða ekki. Þetta
staðfestir á vissan hátt þá umræðu
sem farið hefur fram á landsbyggðinni um nauðsyn
þess að flytja störf á vegum hins opinbera
frá höfuðborg til landsbyggðar, störf sem
sum hver hafa lítil áhrif út frá sér
í samfélagið önnur en að skapa fólki
atvinnu. Það má hins vegar ekki horfa neikvætt
á þennan þátt því tæknin
í fjar- og gagnavinnslu gerir það kleift að
ekki skiptir máli hvar störfin eru unnin, sem eðlilega
eru ein stærstu rökin fyrir landsbyggðarsvæði
til að skapa ný störf. Þau sjónarmið
komu fram hjá fleirum að nauðsynlegt sé að
taka með í reikninginn hvaða önnur skilyrði
séu fyrir hendi í samfélaginu sem hvetji fólk
til að flytja til Eyjafjarðarsvæðisins, þ.e.
traustur grundvöllur í menntun, menningu og félagslífi.
"Þetta er ekki bara spurning um að flytja fólk
á milli staða og setja það framan við tölvu".
Ljóst
er að ef miðað er við viðbrögð hjá
þeim sem rætt var við í formlegum viðtölum,
og hjá þeim sem svöruðu opnum spurningum,
þá verður mönnum tíðrætt
um mikilvægi þess að stuðla að uppbyggingu
þekkingariðnaðar á Eyjafjarðarsvæðinu.
Takist það ekki verði erfitt að bjóða
fólki með sérfræðimenntun sömu
launakjör og þekkist á höfuðborgarsvæðinu.
Þekkingu þurfi að skapa og þróa á
svæðinu og öll skilyrði séu á svæðinu
til að skapa þann grundvöll. Til þess þarf
skýra framtíðarsýn og stefnu og að
henni verði fylgt eftir. Fjárfestingin í menntun
á svæðinu þarf að skila sér í
aukinni þekkingarlegri stöðu innan svæðisins.
Þetta er stórt vandamál fyrir minni byggðarlögin
á svæðinu, sem sjá á eftir ungu fólki
að leita sér menntunar sem hafa í engin hús
að venda í sinni heimabyggð að loknu námi
þar sem engin atvinnutækifæri eru til að nýta
þekkinguna.
Samandregið
voru svör svarenda úr opnum spurningum frekar í
samræmi við niðurstöðu stöðumatsins
og ef eitthvað er bættu þau upp rökstuðninginn
fyrir ályktanir sem þar eru dregnar.
|