5.3.1
Uppbygging og notkun
Bent
er á umfjöllun í kafla
1.3.3 um tilgang og grunnuppbyggingu tengslaritsins.
Eins
og komið hefur fram er tvívítt tengslarit þekkt
vinnuform, þegar markmiðið er að skoða samsvörun
á milli tveggja þátta og áhrif þeirra
á milli.
Einn
aðalkosturinn við tengslaritið er að það
er í senn vinnuform og úrvinnsluform og gefur þann
möguleika að greina allar niðurstöður strax
úr forminu. Annar kostur er að á einu formi er
hægt að vinna með margar tegundir upplýsinga
sem tengjast. Lykilatriðið er að strax frá upphafi
er hægt að greina hvaða möguleikar eru til staðar
að taka að sér verkefni á sviði fjar-
og gagnavinnslu, hvað vantar upp á fyrir einstök
verkefni og hvaða stefnu ber að taka, með tilliti til
forgangsröðunar verkefna.
Notkun
og mat á tengslum
Myndin af tengslaritinu lýsir best notkuninni. Lárétt
er listi yfir auðlinda- og hæfnisþætti ásamt
hlutfallslegu mikilvægi þeirra. Lóðrétt
eru verkefnishugmyndir. Neðst eru mælikvarðar og útreikningur
fyrir verkefnishugmyndir en á hægri hlið tengslaritsins
eru niðurstöður fyrir auðlinda- og hæfnisþætti,
þ.e. niðurstöður stöðumats og um leið
SVÓT-greining.
Notkunin
fer þannig fram að merkja þarf tengsl á milli
auðlinda- og hæfnisþátta og verkefnishugmynda.
Í þessu verkefni fór vinnan þannig fram
að allir þátttakendur stýrihóps fengu
tækifæri til að meta tengslin á milli auðlinda-
og hæfnisþátta og verkefnishugmynda. Þátttakendur
voru látnir meta tengsl á almennan hátt og
út frá eigin sýn og þekkingu. Niðurstöðum
frá þátttakendum var blandað saman í
eitt tengslarit og litið svo á að sammæli hefði
náðst og búið væri að koma í
veg fyrir að mat á tengslum væri einstrengislegt
og skorti heildarsýn. Þátttakendur stýrihóps
mátu einnig tæknilega örðugleika, kostnað
og möguleika á framkvæmd samkvæmt fyrrgreindum
mælikvarða.
Úrvinnsla
(greining niðurstaðna)
Tengslaritið gefur margs konar upplýsingar og niðurstöður.
Megintilgangur notkunar og úrvinnslu tengslamyndarinnar í
þessu verkefni snerist um tvennt. Annars vegar að meta,
greina og forgangsraða verkefnum til áframhaldandi vinnslu
og hins vegar að meta auðlindir og hæfni Eyjafjarðarsvæðisins
í fjar- og gagnavinnslu út frá niðurstöðu
SVÓT-greiningar.
Greind
var niðurstaða á verkefnum úr hverjum verkefnisflokki
samkvæmt fyrri útskýringum. Verkefnum er forgangsraðað
út frá niðurstöðum útreiknings
í hverjum verkefnisflokki. Markmiðið var að greina
efstu verkefnin í hverjum flokki sem tillögur um verkefni
sem leggja beri áherslu á að koma á laggirnar
á Eyjafjarðarsvæðinu. Síðan eru
verkefnin valin eftir því hve mörg stig þau
fengu úr útreikningum, óháð verkefnisflokkum.
|