5.4.1
Tengslaritiš ķ fullri mynd
Á
næstu síðu er tengslaritið sýnt að
loknu mati á tengslum og öðrum atriðum, ásamt
útreikningi og annarri úrvinnslu.
Úr
tengslaritinu má lesa og túlka meginniðurstöður
verkefnisins. Eins og komið hefur fram þá var markmiðið
með tengslaritinu, og aðferðinni sem að baki hennar
liggur, að hafa á einum stað (formi) allar upplýsingar
til að geta ályktað og greint lokaniðurstöður.
Við fyrstu sýn kann tengslaritið að virka flókið
eða torskilið en við nánari skoðun er verið
í senn að auðvelda og einfalda úrvinnslu en
samt sem áður að fá marktækari og víðsýnni
niðurstöðu.
Til
útskýringar er rétt að taka dæmi
um hvernig lesa á úr tengslaritinu. Eins og útskýrt
hefur verið er unnið úr tengslaritinu á lóðréttan
og láréttan hátt. Lóðrétt
(hægri hlið) eru niðurstaða sem sýnir núverandi
stöðu auðlinda og hæfni svæðisins,
þ.e. auðlinda- og hæfnisþátta, í
formi SVÓT-greiningar. Auðlinda- og hæfnisþáttum
var gefið hlutfallslegt vægi úr mikilvægisgreiningu.
Mynd
5.2 Tengslamynd - niðurstaða.
Lárétt
(neðsta hlið) eru megin niðurstöður verkefnisins
sem er úrskurður um forgangsröðun verkefna.
Hann byggir á þeim útreikningum (formúlum)
sem þegar hafa verið kynntir.
Til
að sýna hvernig niðurstaðan var fenginn er hægt
að taka dæmi um verkefnisflokkinn B1 (reiknað var
út fyrir hvern verkefnisflokk) sem inniheldur þrjú
verkefni. Þar er í fyrsta lagi reiknuð út
niðurstaða samkvæmt eftirfarandi formumúlu:

Fyrir
verkefnið "Hýsing og viðhald á gagnagrunnum"
var niðurstaða útreikningins tölulega gildið
144. Eins og sjá má er búið að meta
tengsl á milli auðlinda- og hæfnisþátta
og þessa verkefnis. Töluleg niðurstaða fer eftir
hversu oft og sterk tengsl verkefnið hefur við auðlinda-
og hæfnisþætti og hlutfallslegt mikilvægi
þeirra en formúlan tekur tillit til þess. Það
er því ekki sama þó sum verkefnin hafi
tengsl við fleiri auðlinda- og hæfnisþætti
en önnur, ef önnur verkefni hafa færri og sterkari
tengsl við auðlinda- og hæfnisþætti, sem
eru einnig hlutfallslega mikilvægari.
Því
næst var verkefnið metið út frá tæknilegum
örðugleikum, metnum kostnaði og möguleikum á
framkvæmd samkvæmt mælikvarðanum 1 - 5 (1
best og 5 verst). Tæknilegir örðugleikar fengu 3
stig, metinn kostnaður 2 stig og möguleiki á 3 stig.
Það þýðir að verkefnið er í
miðlungi flókið tæknilega, frekar kostnaðarsamt
og hefur miðlungs möguleika á framkvæmd. Að
lokum er reiknuð út lokaniðurstaða þar
sem tekið er tillit til niðurstaðna fyrsta útreiknings
mat á tækni, kostnaði og möguleika á
framkvæmd og hlutfallslegu mikilvægi verkefna. Niðurstaðan
á því að vera eins "sanngjörn"
og kostur er, þ.e. tekið er tillit til sem flestra þátta
sem skipta máli. Lokaútreikningur er samkvæmt
eftirfarandi formúlu; S (Z+Þ+Ö)*V. Niðurstaða
lokaútreiknings fyrir verkefnið er tölulega gildið
622. Verkefnum er síðan forgangsraðað eftir fjölda
stiga úr lokaútreikningi.
|