5.4.2
Forgangsröðun verkefna samkvæmt tengslamynd
Tafla
5.4 á næstu síðu sýnir forgangsröðun
verkefna samkvæmt niðurstöðum útreikninga
úr tengslaritinu. Taflan sýnir jafnt stigafjöldann
og hlutfall stiga af heildarstigum. Til áframhaldandi vinnslu
var ákveðið að velja þrjú verkefni
þeim 16 sem fengu meira en 2% af heildarstigafjölda.
Það eru 16 fyrstu verkefnin sem eru feitletruð í
töflunni. Önnur verkefni síast þ.a.l. út
en verða geymd í hugmyndabankanum og verða að
sjálfsögðu tekin síðar til athugunar.
Í
kafla 6 er gerð ítarlegar grein fyrir verkefnunum þremur,
þ.e. lýsing á þeim ásamt túlkunum
út frá niðurstöðu tengslamyndar og tillögu
um hvernig standa skal að því að koma þeim
á laggirnar á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta
eru meginniðurstöður verkefnisins.
Eins
og sjá má í töflu 5.4 eru 10 af þeim
16 verkefnum sem voru hæst, í verkefnisflokki C3, þ.e.
verkefni sem krefjast sérfræðiþekkingar og
tekur tíma til að þróa þar til þau
verða arðsöm. Eitt verkefni er í flokki C2 (var
einungis eitt í þessum flokki), 2 í flokki B3,
1 í flokki B2 og 2 í flokki B1.
Ef
ekki hefði verið tekið tillit til hlutfallslegs mikilvægis
verkefna hefðu verkefnin ekki raðast á sama hátt.
Ágætt dæmi um það er verkefnið
"Launadeild ríkisins" í flokki B2. Verkefnið
kom fjórða hæst út úr fyrsta útreikningi
en þar sem hlutfallslegt mikilvægi þess var meira
en þeirra þriggja sem voru fyrir ofan, fékk það
flest stig að lokum.
Einn
auðlinda- og hæfnisþáttur ("Áhrif
veðurs á byggð") var ekki talinn hafa tengsl
við verkefnin en enginn var talinn hafa neikvæð tengsl.
Auðlinda- og hæfnisþættir eins "Vegasamgöngur",
"Flugsamgöngur" og "Heilsugæsla"
höfðu ekki mikil tengsl við verkefnin sem er eðlilegt
þar sem þessa þætti má skilgreina
sem s.k. jaðarþætti. Athygli vekur hve lítil
tengsl þættir á borð við "Atvinnuþróun"
og "Rannsóknir" höfðu við verkefnin.
Auðlinda- og hæfnisþættir sem flokkast undir
þekkingu, tæknimál o.þ.h. höfðu
eðlilega mest tengsl við verkefnin. Það eitt og
sér sannar tilgang tengslaritsins, sem er að draga fram
niðurstöðu þar sem öll mikilvæg atriði
hafa verið skoðuð ofan í kjölinn til að
val á verkefnum verði hvorki einstrengisleg eða ómarktæk
að því leyti að gleymst hefði að taka
tillit til allra mikilvægra þátta og það
á óhlutdrægan hátt.
Tafla
5.4 Forgangsröðun verkefna samkvæmt tengslariti.
|