Almennt
 |
Tilraunir
til atvinnuþróunar í fjar- og gagnavinnslu
í Eyjafirði, er hægt að rekja til ársins
1992, þegar unnin var stutt greinargerð um mat á
stöðu og rekstrarhorfum fjarvinnslu, fyrir áhugahóp
á Dalvík, um fjarvinnslu í Eyjafirði.
Tilefni greinargerðarinnar á þessum tíma
var þingsályktunartillaga frá mars 1990,
þar sem þáverandi ríkisstjórn
var falið að kanna með hvaða hætti unnt
væri að nota tölvu- og fjarskiptatækni
til að flytja verkefni á vegum ríkisstofnana
og annarra aðila frá höfuðborgarsvæðinu
til landsbyggðarinnar.
|
 |
Þrátt
fyrir yfirlýstan vilja stofnana til að flytja verkefni
út á land, reyndist áhuginn lítill
þegar á hólminn var komið, m.a. vegna
vanþekkingar á möguleikum tækninnar.
Þjónustan þótti of dýr og ríkisstofnanir
höfðu tilhneigingu til að ráða sér
sjálfar og stækka innan frá.
|
 |
Árið
2000 hefur enn lítið gerst og er enn verið að
leita leiða til að flytja verkefni frá höfuðborgarsvæðinu
til landsbyggðarinnar með því að nota
nýjustu tækni í tölvu- og upplýsingatækni,
samanber þingsályktunartillögu um stefnu í
byggðamálum fyrir 1999 - 2001.
|
 |
Tæknilegar
og þekkingalegar forsendur fyrir atvinnumöguleikum
í Eyjafirði í fjar- og gagnavinnslu hafa margfaldast
frá árinu 1990. Því til staðfestingar
má nefna að tölvueign á heimilum hefur
aukist gífurlega, sem og notkun almenns hugbúnaðar
og fjarskiptahugbúnaðar (Internets og tölvupósts).
Að sama skapi hefur sérfræðileg þekking
aukist með tilkomu Háskólans á Akureyri,
fyrirtækja sem sérhæfa sig í tölvuþjónustu
og sölu- og þjónustu hugbúnaðar,
sem og annarri sérfræðilegri þekkingu
sem til er innan stofnana og fyrirtækja á svæðinu.
|
|