 |
Almenn
tæknileg þróun gagnaflutninga er hraðari á höfuðborgarsvæðinu
en á landsbyggðinni. Í dag eiga heimili og fyrirtæki kost á
s.k. ADSL tengingu sem, gegn mánaðargjaldi gerir notendum kleift
að vera sítengdir við Internetið. Á flestum stöðum á Eyjfjarðarsvæðinu
(15 km. frá næstu símstöð) eiga fyrirtæki og heimili kost á
s.k. ISDN tengingu (64 kb/s eða 128 kb/s) þar sem kostnaður
er háður notkunartíma þrátt fyrir meiri afkastagetu.
|
 |
Allt
tal um mikilvægi upplýsingatækni fyrir byggðaþróun er gagnslaust
ef ekki er gætt jafnræðis við verðlagningu á gjöldum fyrir not
á tækninni. Í dag er verðlagning Landsímans hugsanlega flöskuháls
fyrir þróun í fjar- og gagnavinnslu á landsbyggðinni, þrátt
fyrir yfirlýstan vilja samgönguráðherra og stjórnvalda að svo
verði ekki.
|
 |
2
Mb/s leigulína kostar kr. 111.452 í stofngjald og kr. 7.486
í mánaðargjald á milli aðila innan Reykjavíkur á meðan leigulínan
kostar kr. 261.883 í stofngjald og kr. 216.680 í mánaðargjald
á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Munurinn á kostnaði í heild
er kr. 359.625.
|