 |
Auðlinda-
og hæfnisþættir fyrir fjar- og gagnavinnslu voru skilgreindir
með aðferðum sem ekki hafa fyrr verið notaðar fyrir svæðisbundna
greiningu í Eyjafirði og þó víðar væri leitað. Úrvinnslutæki
og útreikningar voru sérstaklega hannaðir/skipulagðir fyrir
verkefnið.
|
 |
Fyrir
stöðumat og SVÓT-greiningu Eyjafjarðarsvæðisins voru skilgreindir
42 auðlinda- og hæfnisþættir í fjar- og gagnavinnslu í Eyjafirði
og var þeim skipt í 12 flokka.
|
 |
Útbúinn
var matslisti fyrir stöðumat svæðisins og svæðið metið með ítarlegum
viðtölum við valinkunna aðila innan svæðisins, ásamt því að
gerð var mikilvægisgreining á auðlinda- og hæfnisþáttunum. Alls
voru tekin 18 ítarleg viðtöl vegna stöðumatsins, ásamt því að
sendar voru tvær opnar spurningar til u.þ.b. 30 aðila.
|
 |
Eyjafjarðarsvæðið
er veikast í auðlinda- og hæfnisþáttum, eins og sérfræðilegri
tungumálaþekkingu og annarri sérfræðiþekkingu. Sömuleiðis í
tæknilegum atriðum gagnaflutninga, en það er ástand sem er ekki
síst til komið vegna hárrar verðlagningar gagnaflutninga á landsbyggðinni.
Þó er á svæðinu mjög góð þekking og tæknibúnaður innan einstakra
stofnana og fyrirtækja.
|
 |
Eyjafjarðarsvæðið
er sterkast í auðlinda- og hæfnisþáttum eins og samgöngum, samfélagslegri
þjónustu og húsnæði.
|
 |
Mikilvægustu
auðlinda- og hæfnisþættirnir tengdust tæknilegum og þekkingarlegum
atriðum.
|
 |
Ályktað
út frá niðurstöðu stöðumatsins úr matslista er almenn staða
auðlinda- og hæfnisþátta á svæðinu góð. Þeir þættir sem komu
verst út voru þó þættir sem taldir eru mikilvægastir..
|
 |
Gerð
var SVÓT-greining fyrir fjar- og gagnavinnslu innan Eyjafjarðar.
Nítján þættir teljast til styrkleika og tækifæra en 7 til veikleika
og ógnana. Þrátt fyrir það er vægi veikleika og ógnana meira
en styrkleika og tækifæra. Veikleikaþættir eru aðeins 5 en vega
46,6% af auðlinda- og hæfnisþáttum svæðisins.
|
 |
Með
tilliti til niðurstöðu SVÓT-greiningar er staða svæðisins frekar
veik en ekki er hægt að meta hvort staðan er verri eða betri,
samanborið við önnur landssvæði. Einnig var svokallað auðlindabil
(resource gap) metið.
|
 |
Vísbendingar
eru um að almenn þekking í tölvunotkun sé nokkuð góð á svæðinu,
ef miðað er við niðurstöðu úr könnun sem gerð var á vegum ÍM-Gallup
í mars s.l. Samanborið við svipaða könnun í febrúar 1999, þá
hefur tölvueign á heimilum aukist úr 60% í 68,6% og internetnotkun
úr 45% í 71,4%.
|