Vaxtarsamningur Eyjafjarðar
Vaxtarsamningur Eyjafjarðar hófst árið 2004 sem samstarfsverkefni opinberra og einkaaðila um uppbyggingu atvinnulífs við Eyjafjörð. Unnið var samkvæmt kenningum um fyrirtækjaklasa þar sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög taka höndum saman um eflingu atvinnulífs. Lögð var áhersla á þær atvinnugreinar sem þegar voru sterkar í Eyjafirði og styðja þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni. Upphaflegi samningurinn rann sitt skeið á enda í árslok 2007 og höfðu þá mörg góð verkefni litið dagsins ljós til vitnis um góðan árangur.
Í ársbyrjun 2008 var svo undirritaður nýr Vaxtarsamningur sem gildir til ársloka 2010. Markmið samningsins er að efla nýsköpun atvinnulífsins á starfssvæði AFE og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Byggt var á góðu starfi eldri samnings, en ýmsar áherslubreytingar gerðar til að efla starfið enn frekar. Samningurinn er ekki lengur einskorðaður við ákveðnar atvinnugreinar, heldur opnaður þannig að aðilar úr öllum atvinnugreinum geta nú tekið þátt. Einnig var samningsforminu breytt þannig að Iðnaðarráðuneytið semur beint við AFE, en aðrir aðilar koma að starfinu á verkefnigrunni.
|
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) og iðnaðarráðuneytið undirrituðu í dag samning um Vaxtarsamning Eyjafjarðar sem gildir fyrir árin 2012 og 2013. Til samningsins er varið 75 milljónum króna á samningstímanum úr ríkissjóði. Enginn Vaxtarsamningur tók gildi fyrir árið 2011, en með nýjum samningi verður ætluðum fjármunum þess árs varið til uppbyggingar á svæðinu og leggst fjárhæðin við framlög ráðuneytisins 2012 og 2013. Þannig verða 37,5 milljónir króna til úthlutunar á hvoru ári. Markmið samningsins er að efla nýsköpun á starfssvæði AFE, þétta innviði atvinnulífsins á svæðinu og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja svæðisins, háskóla, sveitarfélaga og ríkisins. Stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) hefur ráðið Þorvald Lúðvík Sigurjónsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins frá 11. janúar n.k. en fráfarandi framkvæmdastjóri lét af störfum nú um áramót. Volcanic Energy væntanlegt á markað Heimamenn á Akureyri hafa hafið framleiðslu á vodkagosinu Volcanic Energy. Fyrirtækið Eldfjallabrugg stendur að framleiðslunni og er meginmarkmið þess að vera leiðandi á sviði alco-pops drykkja, sem eru einnig nefndir gosbjór. Í fyrramálið kl 8:30 í Hofi Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar á Akureyri, fimmtudaginn 24. nóvember, um stöðu atvinnu- og efnahagsmála. Fundurinn fer fram í Hofi kl. 8.30-10 og eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. |