Leiðbeiningar með umsóknum
1. Skilyrði sem verkefni þurfa að uppfylla:
- Samstarf: Fyrsta skilyrði sem verkefni verða að uppfylla er að um sé að ræða samstarf tveggja eða fleiri aðila og skal minnst helmingur þátttakenda vera fyrirtæki.
- Rannsóknir og þróun: Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem efla tengsl háskóla og atvinnulífs. Verkefnin verða að vera leidd af fyrirtækjum, eða með afgerandi þátttöku þeirra, hafa skýr markaðstengsl og vera líkleg til að leiða til fjárhagslegs ávinning fyrir þátttakendur.
- Útrás: Horft verður til verkefna sem miða að markaðssókn og útrás.
- Vöxtur: Horft verður til þess við val á verkefnum að þau miði að nýsköpun og vexti á svæðinu.
Forgang hljóta þau verkefni sem uppfylla öll eða mörg af ofangreindum skilyrðum.
2. Mat á umsóknum
Umsóknir eru metnar af stjórn AFE. Matið byggist á þeim gögnum sem umsækjandi leggur fram og eru umsóknir metnar m.t.t. skilyrða 1.gr., ásamt því sem eftirfarandi atriði eru höfð til hliðsjónar:
- Hvort viðskiptahugmyndin er líkleg til að skila arði.
- Nýnæmi verkefnisins, á landsvísu/svæðisbundið.
- Hvað verkefnið skapar mörg störf.
- Hve fljótt störfin verða til.
- Hvort þörf er fyrir vöruna/þjónustuna á markaðinum.
- Hvort markmið eru raunhæf og vinnuferlar skýrir.
- Hvort kostnaðaráætlun er trúverðug.
- Hvort stuðningur er líklegur til að skila árangri.
Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál og eru starfsmenn AFE og Vaxey bundnir þagnarheiti.
3. Eftirfylgni
AFE gerir samning við styrkþega, sem skilar áfangaskýrslu og lokaskýrslu til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, Skipagötu 9, 600, Akureyri. Í skýrslunum þurfa að koma fram upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við áætlanir í umsókninni. Umsækjandi þarf að skilgreina árangursmælikvarða fyrir verkefnið sem hægt er að leggja til grundvallar við mat á árangri. Almennir mælikvarðar eru; fjöldi nýrra starfa, laun á starfsmann, framleiðsluverðmæti og hagnaður af starfseminni.
Styrkur er greiddur út í þremur hlutum eftir framvindu verkefnisins. Fyrstu tveir hlutarnir eru greiddir út samkvæmt framvísun reikninga frá umsækjanda/verkefnisstjóra og þegar áfangaskýrslur liggur fyrir. Lokagreiðslan er svo innt af hendi þegar lokaskýrslu hefur verið skilað til AFE Hefjist verkefni ekki innan þriggja mánaða frá því samþykkt liggur fyrir fellur styrkveiting sjálfkrafa úr gildi.
AFE getur gert sjálfstæða úttekt á þeim verkefnum sem eru studd. Umsækjandi, verkefnisstjóri og/eða aðrir þátttakendur þurfa að gera grein fyrir verkefnum sínum, komi til slíkrar úttektar sem nær til verkefna þeirra. |